Flug Icelandair til Grænlands | Icelandair
Pingdom Check

Flug Icelandair til Grænlands

Frá nóvember 2022 flýgur Icelandair frá Keflavíkurflugvelli (KEF) til Grænlands, ekki frá Reykjavíkurflugvelli (RKV) eins og síðastliðin ár. Þetta á bæði við um komur og brottfarir.

Þú getur bókað flug frá áfangastöðum okkar innanlands til Grænlands á einum miða. Flugið þitt lendir þá á Reykjavíkurflugvelli og rúta gengur í veg fyrir brottfararflug frá Keflavíkurflugvelli.

Áfangastaðir Icelandair á Grænlandi

Við fljúgum frá Reykjavíkurflugvelli til eftirfarandi áfangastaða:

Nuuk (í suðvesturhluta Grænlands) Flug frá Íslandi til höfuðborgar Grænlands á þremur klst. og 45 mín.

Ilulissat (Vestur-Grænland) Þriggja klst. og 20 mín. flug til vinsælasta ferðamannastaðar Grænlands.

Narsarsuaq (Suður-Grænland) Tveggja klst. og 45 mín. flug til grænasta svæðis Grænlands.

Kulusuk (Austur-Grænland) Nálægasti áfangastaður okkar á Grænlandi – flugið er aðeins tveir tímar!

Hvað skal gera og hvert skal halda?

Grænland er gríðarstórt. Hvar á maður eiginlega að byrja?

Vefsíðan Visit Greenland hjálpar ferðalöngum að undirbúa sína fyrstu ferð til Grænlands: First time in Greenland? A guide for those visiting Greenland for the first time.

Ítarlegar upplýsingar um ferðalög til Grænlands má finna á eftirtöldum vefsíðum:

Visit Greenland

Guide to Greenland


Flug Icelandair til Grænlands

Við þjónustum flug milli Íslands og Grænlands með De Havilland Canada vélum (DHC). Þær eru smærri en vélarnar sem við notum í millilandaflugi og því er þjónustan um borð takmarkaðri.

Kynntu þér nánar fargjöld og þjónustu
um borð í flugi milli Íslands og Grænlands
.

Farangursheimildin í flugi til og frá Grænlandi er ekki sú sama og í flugi milli Evrópu/Norður-Ameríku og Íslands. Ef þú flýgur frá Evrópu eða Norður-Ameríku og millilendir á Íslandi á leið til Grænlands, skaltu kynna þér farangursheimildina. Þú skalt einnig hafa í huga að í Grænlandsflugi gilda vissar takmarkanir á handfarangri, þar sem farangurshólf yfir sætum eru minni. Nánar um farangur í Grænlandsflugi.