Flug til Parísar, ódýrt flug til Frakklands | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Parísar

Engin önnur borg fær þig til að kikna í hnjánum eins og París gerir. Hvort sem þú ert á leiðinni þangað fyrir mat, list, rómantík eða bara upp á gamanið, þá mun París gleðja bæði huga og hjarta.

París

Frakkland
Fólksfjöldi: 2,2 milljónir (2015)Svæði: 105,4 km²Samgöngur: Metro-neðanjarðarlestin fer um alla borg og er auðveldasta og um leið skemmtilegasti mátinn til að fara um borgina – þó ekki sé nema til að upplifa lestarstöðvarnar.Gjaldmiðill: EvraSpennandi hverfi: St-Germain-des-Prés - Montparnasse - Ile St-Louis - Le Marais - Montmartre

Borg ljósadýrðar

Oft er hermt eftir París en hún verður aldrei endurgerð. París er enn viðmiðið fyrir fágun og menningu á alþjóðavísu. Notaleg kaffihús, stórbrotin breiðstræti og list sem á sér enga aðra líka – þetta er eins og að horfa á lífið í gegnum síu á Instagram.  Erfiðast er að ákveða hvar eigi að byrja: á að sjá útsýnið frá Eiffelturninum sem nær svo langt sem augað eygir, skoða steint gler í dómkirkjunni Notre Dame, horfa í augu hinnar fíngerðu Monu Lisu á Louvre, ráfa um sölubásana meðal götuspilara í Montmartre eða fara í bátsferð um Signu? Ekki gleyma að fara í dagsferð til gullslegnu Versalahallar.

Það þarf samt ekkert að eyða tímanum bara í skoðunarferðir. París er nefnilega svo mögnuð og hefur svo margt. Finndu skuggsælan reit í Lúxemborgargarðinum eða leitaðu að minni söfnum og galleríum sem bjóða upp á aðra upplifun en verk meistaranna. Þegar þú vilt taka þér pásu frá þessu öllu er gott að hvíla sig á kaffihúsi með glas af víni í hönd og gleyma sér í mannmergðinni.

Maturinn er ferðalagsins virði

Það er talað um að Frakkland hafi búið til þann veitingahúsastíl sem við þekkjum í dag og Frakkar hafa verið að fullkomna listina síðan þá. Eitt er víst, þú átt eftir að leika við bragðlaukana: Þú getur þrætt girnilega markaði fyrir lautarferðina, kíkt í glugga bakaríanna eftir ljúfmeti í öllum regnbogans litum, farið á klassískt bístró og hámað í þig eitthvað gott eða klætt þig upp fyrir heimsókn á sælkerastað í  borginni.

Best er að forðast þéttsetna ferðamannastaði og leita frekar að veitingastöðum sem framreiða klassíska franska matagerð. Ef þú ert að leita að fínni veitingastöðum eða Michelin-stjörnum þá ertu í réttri borg. Þú þarft þó að panta borð með fyrirvara! Þegar hlýtt er í veðri er nauðsynleg upplifun að halda í lautarferð með gott baguette, osta, vín og gott teppi.

Merkjavörur og miklar væntingar

Ef þú finnur tíma milli skoðunarferða og máltíða þá er næg ástæða til þess að fara í verslunarleiðangur. Tíska er nánast samheiti Parísar og er heimili margra bestu hönnuða heimsins. Ef það hentar þínum stíl ekki þá er Marché aux Puces de St-Ouen þekktur sem einn stærsti flóamarkaður í heimi (við erum að tala um fleiri en 2500 bása).

Það eru götumarkaðir, nytjaverslanir og stórverslanir hvarvetna sem hægt er að þræða og bakstrætin í hverfunum eru full af sérviskulegum sérverslunum. Úti um allan bæ er að finna stórkostlega minjagripi – sérstaklega fyrir sælkera. Hve margar flöskur af víni eða ostsstykki komast fyrir í töskunni þinni? Hvaða líkur eru á því að kassinn af makrónukökum sem keyptur var handa vinafólki nái til þeirra ósnertur? Ljúffengt innihald hans gæti horfið áður en þú veist af!

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!