Pingdom Check

Hvað höfum við gert til að draga úr losun?

Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Icelandair á undanförnum árum til að draga úr losun koltvísýrings. Við höfum m.a. bætt sérstökum vænguggum við allar vélar okkar sem draga úr vindmótstöðu og minnka eldsneytisnotkun. Þar að auki höfum við gert ráðstafanir til að lágmarka útblástur við aðflug og lendingu.

Við höfum boðið farþegum að reikna út kolefnisfótspor sitt með reiknivél á vefnum síðan 2019 í samstarfi við Kolvið.

Mikil þróun hefur átt sér stað á seinustu árum í tengslum við kolefnisjöfnun og kolefnisförgun og höfum við því tekið reiknivélina úr notkun á meðan við þróum nýja og aðgengilegri lausn.

Þeim farþegum sem vilja áfram reikna út kolefnisfótspor sitt, viljum við benda á heimasíðu Kolviðar.

Kolviður

Kolviður vinnur að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koltvíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu.

Plöntun Kolviðar til kolefnisbindingar hefur farið fram á Geitasandi og Úlfljótsvatni.