Flugflotinn okkar
Lega Íslands, mitt á milli meginlands Evrópu og Norður-Ameríku, er lykillinn að leiðakerfi Icelandair með miðpunkti allra áætlunarflugleiða á Íslandi og tengiflugi þaðan til áfangastaða í austri og vestri. Afkastamiklar og hagkvæmar Boeing flugvélar henta framúrskarandi vel í þessu leiðakerfi.
Boeing 737 MAX flugvélarnar hafa nú fengið öryggisvottun og undirbúningur fyrir endurkomu þeirra í flugáætlun okkar árið 2021 er í fullum gangi. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni Boeing 737 MAX vélarnar teknar aftur í notkun.