Pingdom Check

Flugflotinn okkar

Frá árinu 2008 óx flugfloti okkar úr 10 Boeing 757-200 og einni 757-300 vélum, í 23 757-200 og eina 757-300 árið 2015. Árið 2016 bættust svo tvær Boeing 767-300 breiðþotur í flotann - og tvær til viðbótar árið 2017. Með því er flotinn kominn í 29 vélar.

Eftir að 16 737 MAX 8 og 9 vélar bætast í hópinn – en þær fyrstu munu koma til landsins snemma árs 2018 – verður flugfloti Icelandair sérstaklega vel til þess fallinn að þjónusta bæði Evrópu og Norður-Ameríku um einstaka staðsetningu okkar á Íslandi.

Boeing 767-300 ER

Vorið 2016 bætti Icelandair tveimur Boeing 767-300 vélum við flugflotann. Þessar vélar eru stærri en 757-vélarnar, þær rúma fleiri farþega og hafa meiri flugdrægni og henta því eins og best verður á kosið á löngum flugleiðum án millilendingar.
Lesa nánar

Boeing 737 MAX

Síðustu ár hefur Boeing unnið að þróun nýstárlegrar flugvélar. Hún er mun hljóðlátari, brennir minna eldsneyti og farþegarýmið hefur allt verið vandlega endurhannað. *Ekki í rekstri um óákveðinn tíma.
Lesa nánar

Boeing 757-300

Boeing 757-300 er lengd útgáfa af 757-200 gerðinni. Hún er tveggja hreyfla með einum gangi á milli sætaraða eins og 757-200, en bolurinn hefur verið lengdur framan og aftan við vængina.
Lesa nánar

Boeing 757-200

Boeing 757 er meðalstór, tveggja hreyfla flugvél með einum gangi á milli sætaraða sem hentar vel á stuttum og meðallöngum flugleiðum. Langflestar vélar í flota Icelandair eru af gerðinni 757-200 og nú eru 25 slíkar vélar í notkun hjá félaginu.
Lesa nánar

Flugdrægni flugflotans

Boeing flugvélar Icelandair henta frábærlega vel til flugs til meira en 40 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Flugdrægni einstakra gerða er mismikil en mesta flugdrægni hafa 767 vélarnar.

About-fleet-range

Þingvellir í fánalitunum

Þingvellir er nýjasta sérmálaða flugvél Icelandair, þar sem íslenski fáninn er í hávegum hafður.
Meira um Þingvelli

Vatnajökull - fyrsti fljúgandi jökullinn

Við kynnum til sögunnar svölustu vél flotans: Vatnajökul. Vélin var handmáluð í tilefni af 80 ára afmæli Icelandair og sækir innblástur í konung íslenskra jökla sem gnæfir yfir suðaustur horninu.
Lesa nánar

Hekla Aurora

Hekla Aurora er flugvélin Hekla í norðurljósabúningi. Hún flýgur með norðurljósin yfir Atlantshafið alla daga, allan ársins hring.
Lesa nánar