Flugflotinn okkar | Icelandair
Pingdom Check

Flugflotinn okkar

Lega Íslands, mitt á milli meginlands Evrópu og Norður-Ameríku, er lykillinn að leiðakerfi Icelandair með miðpunkti allra áætlunarflugleiða á Íslandi og tengiflugi þaðan til áfangastaða í austri og vestri. Afkasta­miklar og hagkvæmar Boeing flugvélar henta framúrskarandi vel í þessu leiðakerfi.

Boeing 737 MAX flugvélarnar hafa nú fengið öryggisvottun og undirbúningur fyrir endurkomu þeirra í flugáætlun okkar árið 2021 er í fullum gangi. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni Boeing 737 MAX vélarnar teknar aftur í notkun.

Boeing 757-200

Boeing 757 er meðalstór, tveggja hreyfla flugvél með einum gangi á milli sætaraða sem hentar vel á stuttum og meðallöngum flugleiðum. Langflestar vélar í flota Icelandair eru af gerðinni 757-200.
Lesa nánar

Boeing 757-300

Boeing 757-300 er lengd útgáfa af 757-200 gerðinni. Hún er tveggja hreyfla með einum gangi á milli sætaraða eins og 757-200, en bolurinn hefur verið lengdur framan og aftan við vængina.
Lesa nánar

Boeing 767-300 ER

Vorið 2016 bætti Icelandair tveimur Boeing 767-300 vélum við flugflotann. Þessar vélar eru stærri en 757-vélarnar, þær rúma fleiri farþega og hafa meiri flugdrægni og henta því eins og best verður á kosið á löngum flugleiðum án millilendingar.
Lesa nánar

Boeing 737 MAX

Boeing 737 MAX flugvélarnar hafa nú fengið öryggisvottun og undirbúningur fyrir endurkomu þeirra í flugáætlun okkar árið 2021 er í fullum gangi.
Lesa nánar

Flugdrægni flugflotans

Boeing flugvélar Icelandair henta frábærlega vel til flugs til áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Flugdrægni einstakra gerða er mismikil.

About-fleet-range

Þingvellir í fánalitunum

Þingvellir er nýjasta sérmálaða flugvél Icelandair, þar sem íslenski fáninn er í hávegum hafður.
Meira um Þingvelli

Vatnajökull - fyrsti fljúgandi jökullinn

Við kynnum til sögunnar svölustu vél flotans: Vatnajökul. Vélin var handmáluð í tilefni af 80 ára afmæli Icelandair og sækir innblástur í konung íslenskra jökla sem gnæfir yfir suðaustur horninu.
Lesa nánar

Hekla Aurora

Hekla Aurora er flugvélin Hekla í norðurljósabúningi. Hún flýgur með norðurljósin yfir Atlantshafið alla daga, allan ársins hring.
Lesa nánar