Boeing 757-200
Boeing 757 er meðalstór, tveggja hreyfla flugvél með einum gangi á milli sætaraða sem hentar vel á stuttum og meðallöngum flugleiðum. Langflestar vélar í flota Icelandair eru af gerðinni 757-200.
Boeing 757 er meðalstór, tveggja hreyfla flugvél með einum gangi á milli sætaraða sem hentar vel á stuttum og meðallöngum flugleiðum. Langflestar vélar í flota Icelandair eru af gerðinni 757-200.
Boeing 757-200 er langvinsælasta gerðin af 757 flugvélunum. Nú hafa verið smíðaðar 913 Boeing 757-200 flugvélar síðan byrjað var að framleiða þessar vélar. Afkastamiklir hreyflar með hjárásarhverflum gera 757-200 kleift að taka á loft af flugvöllum í tiltölulega mikilli hæð frá sjó og þar sem flugdrægni vélarinnar er allt að 6.300 km (3.900 mílur) hentar hún vel bæð í innan-lands- og millilandaflugi. Vængirnir eru sérstaklega hannaðir til að draga úr viðnámi og minnka þannig eldsneytisnotkun.
Í 757-200 vélum Icelandair eru sæti fyrir 184 farþega og hver sætaröð skipuð 3-3 sætum á Economy og 2-2 sætum á Saga Premium.
Þægindin eru í fyrirrúmi og farþegum býðst afþreyingarkerfi fyrir hvern og einn og þráðlaust Wi-Fi um borð.