Pingdom Check

Boeing 757-200

Boeing 757 er meðalstór, tveggja hreyfla flugvél með einum gangi á milli sætaraða sem hentar vel á stuttum og meðallöngum flugleiðum. Langflestar vélar í flota Icelandair eru af gerðinni 757-200.

Almennar upplýsingar

Boeing 757-200 er langvinsælasta gerðin af 757 flugvélunum. Nú hafa verið smíðaðar 913 Boeing 757-200 flugvélar síðan byrjað var að framleiða þessar vélar. Afkastamiklir hreyflar með hjárásarhverflum gera 757-200 kleift að taka á loft af flugvöllum í tiltölulega mikilli hæð frá sjó og þar sem flugdrægni vélarinnar er allt að 6.300 km (3.900 mílur) hentar hún vel bæð í innan-lands- og millilandaflugi. Vængirnir eru sérstaklega hannaðir til að draga úr viðnámi og minnka þannig eldsneytisnotkun.  

Vélarnar okkar

Í 757-200 vélum Icelandair eru sæti fyrir 184 farþega og hver sætaröð skipuð 3-3 sætum á Economy og 2-2 sætum á Saga Premium.

Þægindin eru í fyrirrúmi og farþegum býðst afþreyingarkerfi fyrir hvern og einn og þráðlaust Wi-Fi um borð.

Tæknilegar upplýsingar

  • Lengd:47,3 m
  • Vænghaf:38,1 m
  • Flughraði:876 km/klst
  • Hámarks flugdrægni:6.300 km
  • Hámarksþyngd við flugtak:115,666 kg
  • Hreyflar:(tveir) RB211-535E4
  • Boeing 757-200 - Sætakort og upplýsingar um sæti

    Saga Premium
  • Sætabil: Sætabil: Minnst 40" Mest 42"
  • Sætabreidd: Sætisbreidd: Almenn sæti: 20,5"
  • Breidd sætisbaks: 25.9
  • Economy
  • Sætabil: 31"- 32"
  • Sætabreidd: Sætisbreidd: 17"
  • Breidd sætisbaks: 17.4"
  • Flugflotinn okkar - Boeing 757-200 flugvélar

    Bláfjall

    TF-FIK
    Þráðlaust net um borðAfþreying um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
    757-200
    Bláfjall er stapafjall á norðanverðu landinu. Fyrir þá sem komast alla leið upp á flatan toppinn er stórkostlegt útsýni yfir eina helstu náttúruperlu Íslands, Mývatn.

    Eldborg

    TF-FIN
    Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
    757-200
    Eldborg á Mýrum er formfagur, kulnaður gjallgígur í Hnappadal, 100 m hár, 200 m að lengd og 50 m djúpur. Þar hefur gosið tvisvar, í síðara skiptið á landnámsöld.

    Hekla Aurora

    TF-FIU
    Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
    757-200
    Hekla er kunnasta eldfjall á Íslandi. Hún er hrygglaga eldkeila. Mesta gos í Heklu á sögulegum tíma varð árið 1104. Síðast gaus í Heklu árið 2000.

    Katla

    TF-FIV
    Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
    757-200
    Katla er stór megineldstöð undir Mýrdalsjökli. Þar hafa orðið gos að meðaltali á 60-80 ára fresti. Gosum úr Kötlu fylgja mikil jökulhlaup. Síðast gaus í Kötlu haustið 1918.

    Ketildyngja

    TF-ISR
    Þráðlaust net um borðAfþreying um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
    757-200
    Ketildyngja, sem liggur suðaustan af Mývatni, er hraundyngja sem varð til í gosi fyrir 3800 árum.

    Krafla

    TF-FIO
    Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
    757-200
    Krafla er megineldstöð með öskju skammt norðaustur af Mývatni. Askjan er um 10 km breið og norður af henni er Gjástykki. Hæsti tindur er 818 m. Vitað er um 20 eldgos í Kröflu á sögulegum tíma en síðasta elds-umbrotahrina í Kröflu stóð yfir 1975-1984.

    Snæfell

    TF-FIP
    Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
    757-200
    Snæfell er kulnað eldfjall norðaustur af Vatnajökli. Það hefur verið óvirkt í 10.000 ár.

    Vatnajökull

    TF-FIR
    Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
    757-200
    Vatnajökull og umhverfi hans mynda Vatnajökulsþjóðgarð, stærsta þjóðgarð í Evrópu, en þar einkennist landslagið af því að hafa verið mótað af stórkostlegum náttúruöflum: ís, jarðskorpuhreyfingum og rofi vatns og vinda.