Fljúgðu yfir hafið með Heklu Auroru | Icelandair
Pingdom Check

Svona er Hekla Aurora

Íklædd fögrum íslenskum vetrarklæðum flýgur Hekla Aurora norðurljósunum yfir Atlantshafið hvern einasta dag ársins.

Auk þess er hún upplýst að innan, en sérhönnuð LED-lýsingin líkir eftir sjónarspili norðurljósanna.

Vélin er liður í #MyStopover herferðinni okkar, en Stopover gerir farþegum kleift að stoppa á Íslandi í allt að sjö nætur á leið sinni yfir Atlantshafið. Tímann geta þeir svo notað til þess að kynnast því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða

Hvað þýðir Hekla Aurora?

Hekla er bæði hefðbundið íslenskt kvenmannsnafn og nafnið á einu þekktasta eldfjalli Íslands. Aurora er svo fengið úr latnesku heiti norðurljósanna, Aurora Borealis, þar sem Aurora er dregið af nafni gyðju dagrenningar og Borealis af nafni guðs norðanvindanna. Okkur finnst þetta hljóma fallega saman. Hvað finnst þér?

Augnayndið Aurora

Ákveðið var að norðurljósin myndu prýða Heklu, því þau eru töfrandi náttúrufyrirbæri sem margir vilja berja augum á lífsleiðinni og Ísland er einn besti staðurinn á norðurhveli jarðar til að sjá þau með eigin augum.

Innréttingin er útbúin LED lýsingu í öllu farþegarými vélarinnar sem skapar einstaka stemningu með því að líkja eftir töfrum norðurljósanna. Vélin er líka nettengd svo þú getur sett allar flugvélamyndirnar á Internetið í rauntíma.