Flug til Krítar með Icelandair
Krít er syðsta eyja Grikklands og tekur vel á móti ferðalöngum með fallegri náttúru, sólríkum ströndum og ljúffengum mat. Þessi fjallaeyja hefur einstakan karakter sem skilur engan eftir ósnortinn.
Icelandair býður upp á flug frá Keflavík til vinsælu borgarinnar Chania á norðvesturhluta Krítar. Krít er þekkt fyrir notalega veðráttu, ævafornu sögu sem og merkilegar fornminjar. Bókaðu fríið þitt á Krít og njóttu alls þess sem þessi paradísaeyja hefur upp á að bjóða.
Icelandair flýgur á föstudögum til Krítar, frá 26. maí til 29. september 2023.
Icelandair VITA er einnig með pakkaferðir til Krítar á þessu tímabili. Veldu þægindi og tryggðu þér draumafríið í sólina.