Fljúgðu til Nice með Icelandair
Nice liggur í hjarta Frönsku Rivíerunnar. Hér er létt andrúmsloft og góð vín og veitingastaðir sem framreiða ljúffengt sjávarfang á hverju strái.
Njóttu lífsins í Suður-Frakklandi, fáðu þér göngutúr meðfram ströndinni, heimsæktu hreinræktaða franska sveitamarkaði.
Icelandair býður upp á flug til Nice frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Er ekki tilvalið að breyta til, dýfa tánni í fagurblátt vatnið við Miðjarðarhafið og kynnast hinum töfrandi menningarheimi Frönsku Rivíerunannar?
Ferðatímabil 2023: 8. júní - 4. september, flogið tvisvar í viku á fimmtudögum og mánudögum.