Flug til Raleigh-Durham með Icelandair
Þríhyrningurinn í Norður-Karólínu er kannski ekki vel þekktur utan Bandaríkjanna en mætti vel vera það – sérstaklega fyrir þann fjölda gáfnaljósa sem þar búa. Þrjár helstu borgirnar, Raleigh, Durham og Chapel Hill, mynda svokallaðan þríhyrning þekkingar og eru meðal þeirra borga í Bandaríkjunum með hæsta menntunarstig íbúa. Það er þess virði að kíkja í heimsókn, því Norður-Karólínubúar eru einnig þekktir fyrir það hve vinalegir þeir eru.
Icelandair býður flug á góðu verði til Raleigh-Durham. Þetta er rétti áfangastaðurinn ef þig langar að kíkja á strendurnar í Norður-Karólínu, upplifa ekta háskólastemningu og smakka góðan mat, eða óteljandi kraftbjóra.
Meðal áhugaverðra staða í nágrenni við Raleigh-Durham má nefna Blue Ridge Parkway í Norður-Karólínu, stórkostlegan fjallgarð sem hefur meðal annars að geyma þjóðgarðana Shenandoah og Great Smoky Mountains.
Icelandair flýgur til Raleigh-Durham alþjóðaflugvallar fjórum sinnum í viku frá 12. maí til 30. október 2022.