Höfuðborgin Reykjavík | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Reykjavíkur

Við erum ekkert að grínast, en kannski örlítið hlutdræg: Reykjavík er ein svalasta borg í heimi (og við erum ekki einu sinni að tala um veðrið).

Við sem þekkjum Reykjavík könnumst öll við sérstakan anda borgarinnar – hún er í senn borg og lítið þorp. Með 120.000 íbúum er Reykjavík ekki stór í tölum en hún býr svo sannarlega yfir stórborgarbrag, í stuttri fjarlægð frá villtri náttúru og fallegu landslagi. Það er mikið um að vera í Reykjavík – lifandi tónlist, góður matur, jarðböð og áhugaverðir viðburðir. Er ekki kominn tími á að upplifa borgina sem eins og erlendir ferðamenn gera?

Skoðaðu einnig pakkaferðirnar okkar þar sem við bjóðum upp á pakka á sérstöku verði.

Reykjavík

Ísland
Fólksfjöldi: ‎123.246 (2016)Svæði: 273 km2Samgöngur: Strætó gengur um allt höfuðborgarsvæðið alla daga með aðalskiptistöðina við Hlemm í miðbæ Reykjavíkur. Ef strætó hentar ekki er alltaf hægt að taka leigubíl.Gjaldmiðill: Íslensk króna (kr.)Spennandi hverfi: Miðbærinn - Vesturbærinn - Austurbærinn

Bækur, böð og óborganlegt útsýni

Hallgrímskirkja gnæfir yfir miðborginni en það hafa kannski ekki allir farið upp á topp kirkjunnar. Borgarútsýnið þaðan er svo sannarlega fallegt og gaman er að sjá borgina frá öðru sjónarhorni. Harpa er einnig tilvalinn áfangastaður til að sjá borgina með augum sjófugla við höfnina. Litríkt glerið gefur borginni einnig skemmtilegan blæ og slær borgarlandslaginu öðrum ljóma. 

Gönguferð um hafnarbakka Reykjavíkur svíkur engan eða leiðangur um öll þau söfn sem standa í eldri hluta miðborgarinnar. Gaman er að skoða söfnin sem tileinkuð eru sagnaarfi, listum og menjum landnámsmanna og hönnunarverslanirnar gefa lífinu aukin lit. Reykjavík er einnig ein af bókmenntaborgum Unsesco og bækurnar í hávegum hafðar. Tónlistarsenan er einnig ógleymanleg og nýtur sín sem allra best á tónlistarhátíðinni Airwaves sem haldin er í nóvember ár hvert. Þegar öllum skoðunarferðum hefur verið lokið veistu hvert á að halda: Náttúrulegt heitt vatnið í sundlaugum borgarinnar kætir, hressir og bætir.  

Verslanir, matur og mannlíf

Laugaveg þarf varla að kynna en með auknum ferðamannastraumi til landsins hefur mannlífið við götuna sannarlega umbreyst og minnir nú á verslunargötu stórborgar. Laugavegur skiptir oft um ham og verslanir, götulist eða matsölustaðir laðar að fólk frá öllum heimshornum. Um helgar er engin ferð niður Laugavegin fullkomnuð án viðkomu í Kolaportið, hvort sem þú ert í leit að gamalli bók, nýjum fiski á diskinn eða ert með óslökkvandi lakkrísþörf. 

Úr Kolaportið er stutt út á Granda sem hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár. Miðbæjarsvæðið er byrjað að teygja sig út úr hundrað og einum og því er tilvalið að kanna hvað er að gerast í öðrum hverfum borgarinnar. Kaffihús og matsölustaðir í gamla vesturbænum, svo ekki sé talað um Laugarneshverfið, eru hressandi viðbót við mannlíf hverfanna og veitir kærkomna hvíld frá amstri miðborgarinnar.  

Brugðið af bæ

Þó borgarmenningin heilli og veiti kunnuglegt öryggi, þá er erfitt að standast kall óbyggðanna. Með auknum ferðamannastraumi hefur skipulögð afþreying utan borgarmarka aldrei verið meiri. Manngerður íshellir, skemmtilegir veitingastaðir á ótrúlegustu stöðum og auðvitað þjóðvegurinn sjálfur – landslagið frá hringveginum séð er engu líkt og það vill oft gleymist hve mikið útsýni er að finna í bílglugganum. 

Fossar, jöklar, eldfjöll, jarðböð, gönguleiðir, hestareiðtúrar, bátsferðir... við þekkjum þetta öll.  Landið býður upp á ótalmörg tækifæri og afbragðs skemmtun. Það er oft vanmetið að vera ferðamaður á kunnuglegum slóðum og upplifa landið frá öðru sjónarhorni.  

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!