Flug til Reykjavíkur
Við erum ekkert að grínast, en kannski örlítið hlutdræg: Reykjavík er ein svalasta borg í heimi (og við erum ekki einu sinni að tala um veðrið).
Við sem þekkjum Reykjavík könnumst öll við sérstakan anda borgarinnar – hún er í senn borg og lítið þorp. Með 120.000 íbúum er Reykjavík ekki stór í tölum en hún býr svo sannarlega yfir stórborgarbrag, í stuttri fjarlægð frá villtri náttúru og fallegu landslagi. Það er mikið um að vera í Reykjavík – lifandi tónlist, góður matur, jarðböð og áhugaverðir viðburðir. Er ekki kominn tími á að upplifa borgina sem eins og erlendir ferðamenn gera?
Skoðaðu einnig pakkaferðirnar okkar þar sem við bjóðum upp á pakka á sérstöku verði.