Flug til Boston, Massachusetts | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Boston

Fyrir aðeins nokkrum öldum gátu viðburðir í þessari borg breytt gangi sögunnar. Byltingarsinnar hófu að kljúfa sig frá nýlenduvaldhöfum og sjálfstæði Bandaríkjanna varð að veruleika. Sagan hér er vissulega áhugaverð og myndar skemmtilegt samspil við nútímann sem hefur virkileg áhrif á mann.

Icelandair býður ódýrt flug daglega til Boston þar sem hægt er að njóta borgarinnar á öllum árstíðum, farið í pílagrímsför, á hafnarbolta eða til að auka fræðilega kunnáttu.

Boston

Bandaríkin
Fólksfjöldi: 667.137 (2016)Svæði: 232,1 km²Samgöngur: MBTA, sem heimamenn kalla „T-ið“, auðveldar þér að komast um allar trissur með neðanjarðarlest, lest, strætisvagni og ferju.Gjaldmiðill: BandaríkjadalurSpennandi hverfi: Back Bay - Cambridge - Davis Square - Allston-Brighton - South Boston "Southie"

Á vegferð til byltingar

Allar leiðir liggja að frelsisslóðinni eða Freedom Trail. Hversu magnað er að borgin lét útbúa um 4 km langan slóða sem leiðir þig um 16 söguleg kennileiti, allt frá Boston Common að Bunker Hill Monument? Að auki eru mörg þessara kennileita falin meðal fallegustu hverfa borgarinnar og því setur sögukennslan þá viðburði sem leiddu að bandarísku byltingunni í samhengi við fallegt umhverfið sem þeir gerðust í.

Eins og þekktri borg sæmir þá eru mörg áhugaverð söfn, almenningsgarðar og stofnanir í Boston sem eru með sterkar tengingar við fortíðina. Í Cambridge getur þú fundið nærveru stórhuga og Harvard University geymir enn stórkostleg afrek. Hins vegar má ekki líta á Boston eingöngu sem borg lærdóms og fágunar; áhugafólk um íþróttir tekur gengi Red Sox í hafnarbolta mjög alvarlega, sem og gengi Patriots á ameríska fótboltavellinum. Því er tilvalið að hvetja Red Sox áfram með heimamönnum á leik á Fenway Park, sem er elsti hafnarboltavöllur landsins.

Minjagripir og einstakar minningar

Skólapeysa úr Harvard og derhúfa frá Red Sox? Það er nú meira en það í boði þegar leitað er að minjagripum í Boston-ferðinni. Gott er að byrja leitina við markaðstorgið bak við Faneuil Hall þegar fylgt er Freedom Trail. Þar eru básar, matur, götulistamenn ásamt því að andi gamalla tíma liggur yfir.

Borgin tengir saman sögu og fræði sem gerir hana þekkta fyrir bókaverslanir og antíkmuni. Newbury Street í Back Bay er frábær staður til að ráfa um. Þar er að finna vönduð vörumerki og fínerí inn á milli raðhúsanna sem og góða staði til að stoppa á og hlaða batteríin. SoWa Art + Design District er staðsett meðal gömlu pakkhúsanna í South End – kíktu þangað til að skoða einstakt handverk, gallerí og nýtískuverslanir.

Sjávarfang og saðsamir réttir

Örlítið meira um söguna: Elsti veitingastaður Bandaríkjanna er í Boston (Union Oyster House frá 1826). Sjávarfang er það eftirsóttasta út um allan bæ – þorskur, humar, ostrur og kúskeljar. Ljúffeng, matarmikil fiskisúpa er ofarlega á óskalistanum og Seaport District er besti staðurinn til að finna alls konar girnilega fiskrétti.

Í hverfinu North End er hin eina sanna litla Ítalía þar sem ekta pizza og pasta er framreitt og vínbarir og bakarí bjóða upp á ósvikna sneið af amerískum kúltúr. Hægt er að seðja hungrið seint að kvöldi til í South End og nágrannahverfinu Chinatown. Í Cambridge eru margir vinsælir staðir, þar með taldir margir sem henta námsmönnum í leit að ódýrari valkostum og skemmtilegu næturlífi.

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!