Borgarferð til Boston með Icelandair | Icelandair
Pingdom Check
FLUG
HÓTEL

Boston

Innifalið í pakkanum

Icelandair logo
FLUG
Báðar leiðir
Flug báðar leiðirEconomy Standard
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun
HÓTEL
Gisting í tvær nætur án morgunverðarGisting í tveggja manna herbergi
ANNAÐ
Skattar og gjöld
Flugvallarskattar og gjöld
Verð fráVerð á mann m.v. 2 fullorðna
ISK 126.800

Leikhús, söngleikir, jass og blús

Boston býður ferðamönnum allt sem hugurinn girnist, heillandi borgarhverfi, merkisstaði úr sögu og samtíð og söfn á heimsmælikvarða. Þar er er að finna geysilegan fjölda áhugaverðra veitingahúsa þar sem má kynnast matargerð frá nánast öllum heimshornum. Menningarlífið er frábært og allir finna eitthvað við sitt hæfi, leikhús, söngleiki, jass og blús, popp, danstónlist og klassíska tónlist.

Hægt er að bóka ýmsa afþreyingu sem er í boði í Boston og nágrenni hér.

  • Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim.
  • Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.


Gististaðir

Hilton Boston Back Bay
Hilton Boston Back Bay er 4ja stjörnu hótel vel staðsett í Back Bay hverfinu. Eingöngu 5 mínútna gangur í verslunarmiðstöðina Prudential Center. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, veitingastaður, fundarherbergi og ókeypis WiFi. Herbergin eru nútímaleg og bjóða m.a. upp á sjónvarp, öryggishólf, hárþurrku og te-og kaffivél.
Hyatt Regency Boston / Cambridge
Hyatt Regency Boston / Cambridge er fjögurra stjjörnu hótel staðsett í Cambridge. Miðbær Boston er í 4,8 km fjarlægð.Þetta Hótelið býður upp á alhliða móttökuþjónustu og sólarhringsmóttöku. Á hótelinu er einnig líkamsrækt, veitingastaður og bar. Herbergin eru góð og bjóða upp á það helsta eins og flatskjá, kaffi og vinnuborð. Á hótelinu er ókeypis nettenging
The Westin Copley Place
The Westin Copley Place er gott 4ja stjörnu hótel vel staðsett í Back Bay hverfinu í miðbæ Boston. Hótelið er í göngufjarlægð frá fínum veitingastöðum og vönduðum verslunum í Copley Place verslunarmiðstöðinni. Einnig er Boston Symphony Hall, Fenway Park og aðrir áhugaverðir staðir í miðbænum rétt innan seilingar. Herbergin eru vel útbúin. Á hótelinu er veitingastaður, bar og líkamsræktaraðstaða. Ókeypis nettenging er á öllu hótelinu.
Copley Square Hotel
Copley Square Hotel er gott 4ja stjörnu hótel vel staðsett í sögulega Back Bay-hverfinu í miðbæ Boston. Fenway Park er í 2,4 km fjarlægð frá Hotel Copley Square og Boston Museum of Fine Arts er í 1,6 km fjarlægð. Öll herbergin á Copley Square Hotel eru nútímaleg og eru með LCD-flatskjá og skrifborð. Á hótelinu er ókeypis nettenging.
The Revolution Hotel
The Revolution Hotel er 3ja stjörnu einfalt og nútímalegt hótel í Boston. Hótelið er í 20 mínútna akstri frá flugvellinum og á milli Back Bay og South End. í nágrenninu eru staðir eins og Boston Public Garden, Boston Common og Boston South-stöðin. Á hótelinu er veitingastaðurinn Cósmica, bar og líkamsræktaraðstaða. Einnig er ókeypis nettenging og hjólaleiga á hótelinu.
fráISK 126.800 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu