Ódýr flug og miðar til Egilsstaða | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Egilsstaða

Flugtíminn frá Reykjavík er aðeins 60 mínútur. Í góðu skyggni fá farþegar tilkomumikinn útsýnistúr í kaupbæti.

Þar sem allt innanlandsflug fer frá Reykjavíkurflugvelli (RKV) þurfa þeir farþegar sem fljúga með Icelandair frá Evrópu eða Norður-Ameríku til Egilsstaða, að ferðast frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkurflugvallar.

Skoðaðu einnig pakkaferðirnar okkar þar sem við bjóðum upp á pakka á sérstöku verði.

Egilsstaðir

Iceland
Fólksfjöldi: 2,951Svæði: -Samgöngur: Þú getur bókað hjól um leið og flug er bókað, til að koma þér frá flugvellinum inn á Egilsstaði en vegalengdin er um 1 km (uþ.b. 15 mín ganga). Við Egilsstaðaflugvöll má oft finna leigubíla. Einnig er hægt að panta leigubíl á staðinn. Strætisvagnar Austurlands hafa áætlun út á firði. Hægt er að kaupa staka miða í kaffiteríunni á flugvellinum.Gjaldmiðill: -

Höfuðstaður Austurlands

Egilsstaði má kalla höfuðstað Austurlands og héðan er stutt að sækja náttúruperlur Austfjarða. Þar að auki tekur ekki nema tvo tíma að keyra til Mývatns, á Seyðisfjörð eða Djúpavog. 

Um Fljótsdalshérað liggja ótal fallegar gönguleiðir fyrir þá sem vilja kanna fjöll, gljúfur og fossa svæðisins.

Á myndinni má sjá hinar nýopnuðu náttúrulaugar Vök Baths við Urriðavatn, skammt fyrir utan bæinn.

Náttúruperlur

Á Austurlandi gefur að líta fjölbreytileika íslenskrar náttúru og hafa ferðalangar úr nógu að velja. Þar má nefna Hengifoss, gönguleiðirnar um Hallormsstaðaskóg, varpbyggðir lundans á Borgarfirði Eystri yfir sumartímann og tilkomumiklar stuðlabergsmyndanir í Stuðlagili.

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!