Pingdom Check

Beint flug frá Akureyri til Keflavíkur

Ef þú ert á leið til útlanda milli 15. október og 30. nóvember 2023, getur þú flogið beint frá Akureyri til Keflavíkur og þaðan áfram út í heim.

Styttra ferðalag frá Akureyri

Frá 15. október til 30. nóvember 2023 bjóðum við upp á flug frá Akureyri og þaðan út fyrir landsteinana, með stuttri viðkomu í Keflavík.

Tímasetningar flugsins henta sérstaklega vel fyrir flug til Evrópu.

Flug milli Akureyrar og Keflavíkur verður eingöngu í boði sem partur af millilandaflugi Icelandair.

Engar breytingar verða gerðar á innanlandsflugi milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Vantar þig far til Keflavíkur?

Ertu með bókað flug út í heim og átt eftir að koma þér til Keflavíkur? Nú getur þú sleppt því að keyra. Fljúgðu í staðinn!

Styttu þér ferðina og bættu við innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur á 30.000 kr. báðar leiðir. Hringdu í okkur í síma 50 50 100 eða spjallaðu við þjónustufulltrúa okkar og við sjáum um að bæta innanlandsflugi við bókunina þína.

Við fljúgum mánudaga, fimmtudaga og laugardaga frá 15. október til 30. nóvember 2023.

Flugáætlun árið 2023

Á tímabilinu 15. október til 30. nóvember verður flogið þrisvar sinnum í viku milli Akureyrar og Keflavíkur. 

Aðra daga er hægt að ná samdægurs tengingu í gegnum Reykjavíkurflugvöll en í þeim tilvikum þarf að ferðast milli Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvallar.

Algengar spurningar

Fyrir neðan finnur þú svör við algengum spurningum um millilandaflug frá Akureyri með stoppi í Keflavík.