Beint flug frá Akureyri til Keflavíkur | Icelandair
Pingdom Check

Beint flug frá Akureyri til Keflavíkur

Ef þú ert á leið til útlanda milli 15. október og 30. nóvember 2023, getur þú flogið beint frá Akureyri til Keflavíkur og þaðan áfram út í heim.

Styttra ferðalag frá Akureyri

Frá 15. október til 30. nóvember 2023 bjóðum við upp á flug frá Akureyri og þaðan út fyrir landsteinana, með stuttri viðkomu í Keflavík.

Tímasetningar flugsins henta sérstaklega vel fyrir flug til Evrópu.

Flug milli Akureyrar og Keflavíkur verður eingöngu í boði sem partur af millilandaflugi Icelandair.

Engar breytingar verða gerðar á innanlandsflugi milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Akureyri_-_Keflavik

Flugáætlun árið 2023

Á tímabilinu 15. október til 30. nóvember verður flogið þrisvar sinnum í viku milli Akureyrar og Keflavíkur. 

Aðra daga er hægt að ná samdægurs tengingu í gegnum Reykjavíkurflugvöll en í þeim tilvikum þarf að ferðast milli Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvallar.

Algengar spurningar

Fyrir neðan finnur þú svör við algengum spurningum um millilandaflug frá Akureyri með stoppi í Keflavík.