Billund í sumar | Icelandair
Pingdom Check

Sumarferðir til Billund og nágrennis

Vilt þú komast í frí fjarri klið stórborgarinnar, en þar sem er þó nóg við að vera fyrir unga sem aldna? Billund er kjörinn áfangastaður fyrir alla fjölskylduna og ferð þangað er prýðistækifæri til að upplifa aðra hlið á Danmörku.

Lególand, Lalandia og önnur undralönd

Á Jótlandi er margt sem gleður börnin, en óneitanlega er einn staður sveipaður sérstökum töfraljóma. Lególand er leikborg frekar en leikvöllur. Hér er margt sem gleður augu og eyru og svalar spennufíkn lítilla (og kannski stærri) grallara.

Fjölskyldan hefur einnig úr fjölbreyttri afþreyingu að velja utan Lególands. Konungshallir, víkingabæi, dýragarða, vatnsgarðinn Lalandia og margt fleira má finna í næsta nágrenni við konungdæmi Legó. 

Bóka ferð

Kannaðu úrval á gistingu í Billund. Sömuleiðis getur komið sér vel að leigja bíl, upp á greiðan aðgang að næsta nágrenni og allri þeirri spennandi afþreyingu sem svæðið býður börnum og fullorðnum.

Fjölskylduferð í Lalandia

Við bjóðum upp á pakkaferðir til Lalandia fyrir alla fjölskylduna. Pakkinn felur í sér dvöl í huggulegu sumarhúsi í grennd við Billund og aðgang að vatnsgarðinum Aquadome í Lalandia. Og svo er Lególand ekki langt undan!

Bóka fjölskylduferð

Dagsferðir og dejligheit á Jótlandi

Sumarferð til Billund er ekki aðeins fyrir yngsta aldurshópinn. Billund er líka kjörinn útgangspunktur fyrir ferðalög um Jótland sem hægt er að fara á degi eða dagsparti. Það er ekki vitlaust að leigja ökutæki og heimsækja nágrannabyggðir strandanna milli.

Árósir eru t.d. í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Billund og engu síður heillandi staður að heimsækja. Hér má rölta um gamla bæinn og garða konungshallarinnar Marselisborg, heimsækja sögu-, lista- og menningarsöfn og Árbæjarsafn Danmerkur: Den Gamle By. Tilvalið er að ferðast um bæinn á hjóli.

Skoðaðu úrval á gistingu í Billund.