Ódýrt flug til New York. Beint flug til Bandaríkjanna | Icelandair
Pingdom Check

Flug til New York

New York er borg sem þú verður að heimsækja og þá gildir einu hvort það er í fyrsta skipti eða í tíunda – því fyrr, því betra. Borgin iðar af orku og fjölbreytni, og hefur ekki bara allt, heldur er allt í öllu. 

Icelandair býður upp á dagleg flug til New York allt árið um kring, hvort sem þú ert í viðskiptaerindum eða einfaldlega á eigin vegum að skemmta þér.

New York

Bandaríkin
Fólksfjöldi: 8,5 milljónir (2016)Svæði: 789 km²Samgöngur: Með MTA kemst þú allra þinna leiða í lest eða strætisvagni, nema þig langi bara til að kalla á einn af margrómuðu gulu leigubílum borgarinnar.Gjaldmiðill: BandaríkjadalurSpennandi hverfi: Midtown - Flatiron - NOHO - Williamsburg - Upper East Side

Bragðaðu á Stóra eplinu

New York er eins og hlaðborð frá öllum heimsins hornum, yfirfullt af bragðmiklu góðgæti. Við getum ekki ákveðið hver þessara matarupplifana okkur finnst mikilvægust: Saltkringla eða pylsa hjá næsta götusala? Hamborgari og mjólkurhristingur á alvöru Dæner af gamla skólanum? Borð á heitasta stað borgarinnar, þar sem hluti af upplifuninni er að sýna sig og sjá aðra? Láttu bragðlaukana ráða því hvar þú borðarhvort sem það verður Dim Sum í Kínahverfinu eða bjór og borgari í Brooklyn.

Líttu eftir því sem þú þekkir

Þú gætir verið að velta því fyrir þér af hverju ókunn borg er samt svona kunnugleg. New York hefur spilað stórt hlutverk í tónlist, kvikmyndum og verkum fjölmargra listamanna. Til þess að nefna nokkra þá erum við að ræða um fólk eins og Frank Sinatra, Jay Z og Martin Scorsese. 

Kíktu á hafnarboltaleik, sjáðu hittara á Brodway, heimsæktu þungavigtarsafn eins og Guggenheim eða Met-safnið - The Metropolitan Museum of Art. Nokkur heimsþekkt kennileiti þarft þú að sjá, eins og Central Park, Brooklyn-brúin, Empire State-byggingin, Frelsisstyttan – svo ekki sé talað um Time Square, þar sem tíminn stendur í stað. Hefur þú heyrt máltækið „borgin sem aldrei sefur“? Ef þú ætlar sjá allt sem borgin hefur upp á að bjóða, er ólíklegt að þú sofir eitthvað.

Á höttunum eftir hinu ómótstæðilega

Varstu að hugsa um að taka með þér tóma tösku og kíkja aðeins í búðir? Ekki ætlum við að dæma þig! Frá flóamörkuðum yfir í hátísku, þú finnur allt í New York. Við Fifth Avenue eru stórverslanir á borð við Barneys, Bergdorf Goodman, Bloomingdale‘s og Saks. Þeir sem vilja finna samskonar vörur á viðráðanlegra verði ættu að skella sér í Century 21, sem er beint á móti Ground Zero, og því hægt að slá tvær flugur í einu höggi með ferð þangað. 

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!