Ódýr flug og miðar til Vestmannaeyja | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Vestmannaeyja

Icelandair flýgur til Vestmannaeyja frá Reykjavíkurflugvelli. Flugtíminn er aðeins 20 mínútur.

Þar sem allt innanlandsflug fer frá Reykjavíkurflugvelli (RKV) þurfa þeir farþegar sem fljúga með Icelandair frá Evrópu eða Norður-Ameríku til Vestmannaeyja, að ferðast frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkurflugvallar.

Við fljúgum til Eyja tvisvar á dag alla mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga í júní, júlí og ágúst 2021.

Vestmannaeyjar

Fólksfjöldi: 4,355 (2020)Svæði: 17 km²Samgöngur: Frá flugvellinum er um 4 km gangur inn í Vestmannaeyjabæ. Á Vestmannaeyjarflugvelli má finna bílaleigur Hertz og Bílaleigu Akureyrar og hægt er að panta leigubíl hjá Eyjataxi.Gjaldmiðill: -

Líf og fjör í Eyjum

Það er auðvelt að gera ævintýri úr helgarferð til Eyja. Þú gætir kennt börnunum að spranga, kynnt þér Heimaeyjargosið í Eldheimum, farið í golf eða á tónleika í Klettshelli. Og svo þarf vart að minna á Þjóðhátíð í Eyjum.

Á ferðamálavef Vestmannaeyja má kynna sér gönguleiðir og áhugaverða staði.

Í eyjum er líka boðið upp á skipulagðar ferðir af ýmsu tagi, bátaferðir, kajakferðir og leiðsögn um eyjarnar, með sínum tignarlegum klettadröngum og fjölbreytta fugalífi.

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!