Flug til Narsarsuaq
Flugið frá Keflavíkurflugvelli (KEF) til Narsarsuaq (UAK) á Suður-Grænlandi tekur 2 klst. og 45 mín.
Á Suður-Grænlandi er margt sem vekur áhuga. Hér má fræðast um sögu Inuíta og norrænna manna og lifnaðarhætti fólksins á harðgerðu en jafnframt búsældarlegu svæði, sem fer langt með að réttlæta græna litinn í nafni landsins.
Frekari upplýsingar um flug til Grænlands.
Icelandair flýgur frá Keflavíkurflugvelli (KEF) til Narsarsuaq. Þetta á bæði við um komur og brottfarir. Flug verður ekki lengur í boði frá Reykjavíkurflugvelli (RKV).