Pingdom Check

Flug, gisting og dagsferð á kajak

Pakkaferðir til NARSARSUAQ á Suður Grænlandi. Landsvæði andstæðnanna.

Pakkaferðir í sölu frá júní 2024.

Narsarsuaq á suður Grænlandi er að finna margt sem vekur áhuga. Hér má fræðast um sögu Inuíta og norrænna manna og lifnaðarhætti fólksins á harðgerðu en jafnframt búsældarlegu svæði.

Í boði eru þriggja og fjögurra nátta pakkaferðir og flogið er frá Keflavíkurflugvelli (KEF) til Narsarsuaq (UAK). Flugið tekur 2 klst. og 45 mín. og þegar komið er á áfangastað opnast ný veröld sem er afar frábrugðin borgarlífinu á Fróni.

Ferðin inniheldur, flug, gistingu á Hotel Narsarsuaq með morgunverði, akstur til og frá flugvelli erlendis og skoðunarferð sem er dagsferð á kajak um ísjakana í Tasiusaq Bay.

  • Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim
  • Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Sjá ferðáætlun hér að neðan.

Innifalið í pakkanum

Flug Grænland

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 20 kg
Handfarangurstaska 6 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun

Gisting

Gisting í tveggja manna herbergi
Morgunverður innifalinn

Dagsferð á kajak um ísjakana í Tasiusaq Bay

Dagsferð á kajak

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld
Dagur 1Velkomin til Narsarsuaq

Flug frá Keflavík til Narsarsuaq.

Akstur frá flugvelli á vegum hótelsins.

Gisting: 3 eða 4 nætur á Hotel Narsarsuaq í tveggja manna herbergi. Morgunverður innifalinn alla daga.

Hótel Narsarsuaq býður upp á fjölbreyttan mat úr héraði. Ef þú hefur sérstakar óskir varðandi mat , þá mun hótelið gera sitt besta til að mæta þeim þörfum.

Svæðið í kringum Hótel Narsarsuaq býður upp á stórkostlega náttúru með grænum svæðum í bland við útsýni yfir fjörð og jökla.


Dagur 2Dagsferð á kajak um ísjakana í Tasiusaq Bay

Morgunverður á hótelinu.

Dagsferð á kajak um ísjakana í Tasiusaq Bay. Mæting á hótelinu 15.mín fyrir auglýsta brottför. Hótelið kemur til með að upplýsa ykkur um brottfaratímann.

Ferð með bát frá Narsarsuaq til Qassiarsuk, þar sem áður var bær Eiríks rauða, Brattahlíð

Keyrsla í jeppa frá Qassiarsuk til Taisusaq

Kajakbúnaður og leiðsögn þar sem meðal annars verður farið yfir leiðbeiningar um kajaksiglingar

Tveggja tíma kajaksigling um ísjakana með ensku mælandi leiðsögumanni


Dagur 3Frjáls dagur

Morgunverður á hótelinu

Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum.

Narsarsuaq, með 150 íbúa, er staðsett miðsvæðis á Suður-Grænlandi.

Eiríkur Rauði og sonur hans Leifur heppni komust að Suður-Grænlandi fyrir meira en 1.000 árum síðan. Þeir settust að hinum megin við fjörðinn árið 875, í landnámi Qassiarsuk, þar sem í dag má sjá rústir byggðar þeirra, auk endurgerðra bygginga kirkju og íbúðarhúss. Einnig er hægt að upplifa einstakan skóg þar sem verið er að gera tilraunir með norðurskautsræktun á yfir hundrað mismunandi plöntum á u.þ.b. 15 hektarar.

Narsarsuaq var einu sinni notuð sem bandarísk flugherstöð. Þúsundir bandarískra flugvéla fóru um Narsarsuaq flugvöll fyrir flug þeirra yfir á vígvelli í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Ummerkin sjást víða. Byggingar, flugbrautin og vegirnir í kringum byggðina voru byggðir af Bandaríkjamönnum og skammt utan við byggðina má finna rústir sjúkrahúss sem hafði yfir 1.000 rúm í Kóreustríðinu. Safn Narsarsuaq, staðsett í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Hótel Narsarsuaq, segir frá sögunni.

Svæðið í kringum Narsarsuaq er tilvalið fyrir útivist. Þetta á bæði við um þá sem vilja langar dagsferðir en líka þá sem vilja aðeins rólegri ferð. Ferð á íshelluna er alltaf vinsæl og tekur aðeins nokkrar klukkustundir frá Narsarsuaq. Ef þú vilt ekki ganga er hægt að leigja fjallahjól eða sjókajak yfir sumarmánuðina. Möguleiki fyrir Qooroq bátaferð eða Blómadalsgöngur í á nærsvæðinu.


Dagur 4 (þú getur lengt ferðina)Heimferðardagur - Frjáls dagur

Frjálsdagur/Heimferð - þriggja nátta pakkaferð

Morgunverður á hótelinu

Heimferðardagur – Þriggja nátta pakkaferð.

Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum fram að brottför hjá þeim farþegum sem bókuðu 3ja nátta pakkaferðina. Útskráning af hóteli er fyrir kl. 10:00. Hægt að geyma farangur á hótelinu. Akstur frá hóteli á flugvöll á vegum hótelsins. Vinsamlegast látið vita í móttökunni á hótelinu degi fyrir brottför óskir um brottfaratíma út á flugvöll. Ferðin út á flugvöll tekur ca 5 mínútur þannig gott að leggja af stað í fyrsta lagi 2 klst fyrir brottför.

Frjáls dagur – Fjögurra nátta pakkaferð

Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum.


Síðasti dagurinnHeimferðardagur

Heimferðardagur fjögurra nátta pakkaferð

Morgunverður á hótelinu

Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum fram að brottför hjá þeim farþegum sem bókuðu 4ja nátta pakkaferðina

Útskráning af hóteli er fyrir kl. 10:00. Hægt að geyma farangur í hótelinu.

Akstur frá hóteli á flugvöll á vegum hótelsins. Vinsamlegast látið vita í móttökunni á hótelinu degi fyrir brottför óskir um brottfaratíma út á flugvöll. Ferðin út á flugvöll tekur ca 5 mínútur þannig gott að leggja af stað í fyrsta lagi 2 klst fyrir brottför.

Gististaðir

fráISK 206.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu