Pingdom Check

Flug, gisting og dagsferð á kajak

Pakkaferðir til NARSARSUAQ á Suður Grænlandi. Landsvæði andstæðnanna.

Pakkaferðir í sölu frá júní 2024.

Narsarsuaq á suður Grænlandi er að finna margt sem vekur áhuga. Hér má fræðast um sögu Inuíta og norrænna manna og lifnaðarhætti fólksins á harðgerðu en jafnframt búsældarlegu svæði.

Í boði eru þriggja og fjögurra nátta pakkaferðir og flogið er frá Keflavíkurflugvelli (KEF) til Narsarsuaq (UAK). Flugið tekur 2 klst. og 45 mín. og þegar komið er á áfangastað opnast ný veröld sem er afar frábrugðin borgarlífinu á Fróni.

Ferðin inniheldur, flug, gistingu á Hotel Narsarsuaq með morgunverði, akstur til og frá flugvelli erlendis og skoðunarferð sem er dagsferð á kajak um ísjakana í Tasiusaq Bay. Skoðunarferðin er yfirleitt farin daginn eftir komu til Narsarsuaq.

  • Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim
  • Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Innifalið í pakkanum

fráISK 206.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu