Er allt klárt fyrir flugið? Hér eru nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga áður en lagt er af stað:
Við mælum með því að farþegar kynni sér nýjustu upplýsingar um reglur á áfangastað ferðalagsins.
Kannaðu málið á upplýsingasíðu okkar um ferðatakmarkanir og sóttvarnarkröfur.
Athugið: Farþegar þurfa ekki lengur að framvísa COVID-19 prófi þegar ferðast er til Bandaríkjanna.
Sum lönd gera kröfu um að farþegar geti sýnt fram á neikvæðar niðurstöður úr COVID-19 sýnatöku áður en gengið er um borð í flugið. Niðurstöðurnar verða jafnframt að vera nýlegar, ýmist að hámarki 72 eða 24 klst. gamlar, í samræmi við reglur hvers lands fyrir sig.
Mikilvægt er að hafa í huga hvers konar COVID-19 próf eru samþykkt á þínum áfangastað. Í sumum löndum gilda aðeins niðurstöður úr PCR-prófum.
Ef þú þarft að fara í sýnatöku áður en haldið er af stað í ferðalag, er mikilvægt að ganga í málið tímanlega svo að þú sért komin/n með niðurstöður sýnatökunnar í tæka tíð.
Þeir sem vilja fara í sýnatöku í Reykjavík eða á Akureyri, geta skráð sig í hana á travel.covid.is. Þú færð vottorðið sent með tölvupósti þegar það er tilbúið.
Mikilvægt er að ganga úr skugga um það hvort yfirvöld í því landi sem flogið er til samþykkja rafræn vottorð eða hvort farið er fram á prentað vottorð. Niðurstöður sendar með SMS-skeyti teljast ekki gildar.
Þeir sem vilja fara í sýnatöku utan höfuðborgarsvæðisins þurfa að hafa samband við næstu heilsugæslustöð.
Sýnatakan: Þú færð sendan tölvupóst með þeim tíma sem þér hefur verið úthlutað í sýnatöku og strikamerki sem þú þarft að sýna áður en farið er í skimun. Upplýsingar um opnunartíma heilsugæslustöðva fyrir skimun vegna COVID-19.
Nánari upplýsingar má nálgast á covid.is.
Ef niðurstöður úr skyndiprófi (e. rapid antigen test) eru teknar gildar á áfangastað þínum, getur þú farið í slíkt próf á Akureyri, í Keflavík eða Reykjavík. Sýni er tekið á staðnum og niðurstöður koma í ljós á 15 - 45 mínútum. Nánari upplýsingar má finna á covid.is.
Hægt er að fara í skyndipróf á eftirfarandi stöðum:
Öllum takmörkunum vegna COVID-19 á landamærum Íslands og innanlands hefur verið aflétt.
Nánari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins og á covid.is.
Eftirfarandi á við um miða með útgáfudag fyrir 1. ágúst 2022:
Ef farþegar greinast með COVID-19 á meðan á ferðalagi stendur og heilbrigðisyfirvöld á svæðinu gefa út vottorð þess efnis, munum við endurbóka ferð þeirra heim þeim að kostnaðarlausu, svo að þeir hafi tíma til að ná sér af veikindunum áður en þeir ferðast.
Skilmálar