Er allt klárt fyrir flugið? Við núverandi aðstæður eru ferðalög með öðru sniði en vanalega og við viljum benda á nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga áður en lagt er af stað:
Gátlisti: Við höfum tekið saman nokkur mikilvæg atriði í gátlista (hér fyrir ofan) sem er gott að fara yfir fyrir flug.
Forskráning: Fyrir komu til Íslands er öllum skylt að fylla út forskráningarform, þar sem m.a. koma fram samskiptaupplýsingar, upplýsingar um dvalarstaði og upplýsingar um heilsufar. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að skila formi fyrr en 72 klst. fyrir komu til landsins.
Frá og með 15. janúar, þurfa allir farþegar sem koma til landsins að fara tvisvar í sýnatöku vegna Covid-19 og í 5-6 daga sóttkví (með nokkrum undantekningum). Fyrri sýnataka fer fram á landamærunum og sú síðari 5-6 dögum síðar á heilsugæslustöð. Komufarþegum ber að fara í sóttkví þangað til niðurstaða er fengin úr seinni sýnatöku.
Frá og með 15. janúar, 2021, er ekki lengur í boði að fara í 14 daga sóttkví við komu til landsins.
Fyrir komu til Íslands þurfa allir farþegar að fylla út forskráningarform.
Sýnatakan á landamærunum er gjaldfrjáls, þar til annað verður tilkynnt. Seinni sýnatakan er sömuleiðis gjaldfrjáls.
Vottorð - COVID-19: Á vef landlæknisembættisins má finna upplýsingar um hvers konar vottorð um bólusetningu og vottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19 eru tekin gild á íslensku landamærunum.
Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin sýnatöku en þeim er skylt að sæta sóttkví með foreldri eða forráðamanni við komu til landsins. Nýju reglurnar um sóttkví eiga líka við um börn sem ferðast ein, en þeim er skylt að sæta sóttkví í fimm daga, ásamt því fólki sem sækir þau á flugvöllinn, og fara síðan í sýnatöku fyrir COVID-19.
Farþegar í tengiflugi, sem millilenda í Keflavík án þess að fara út fyrir flugstöðina, þurfa ekki að fara í sýnatöku eða sóttkví.
Frekari upplýsingar má nálgast á vef ríkisstjórnarinnar og á Covid.is.
Ef farþegar þurfa að gera breytingar á bókun sinni, má gera þær breytingar á vefsíðunni okkar en einnig er hægt að afbóka ferðina og sækja um ferðainneignarnótu.
Þann 15. janúar, tilkynntu íslensk stjórnvöld að frá og með 1. maí yrði takmörkunum á landamærum aflétt með varfærnum skrefum, í samræmi við stöðu faraldursins á hverjum tíma.
Frá og með 1. maí, mun landamæraeftirlitið notast við litakóðunarkerfi Evrópusambandsins til að greina lönd í áhættuflokka.
Lönd verða ýmist flokkuð sem græn, appelsínugul eða rauð, og sérstakar ferðatakmarkanir verða í gildi fyrir hvern þessara flokka.
Farþegar frá rauðum löndum munu fylgja núgildandi reglum (tvær sýnatökur fyrir COVID-19 á Íslandi og 5-6 daga sóttkví milli prófanna).
Farþegar frá appelsínugulum og grænum löndum fá inngöngu í landið gegn framvísun neikvæðra niðurstaðna úr COVID-sýnatöku sem gerð var fyrir brottför, og þurfa að fara í sýnatöku við komu til landsins, en þessir farþegar sleppa við sóttkví og aðra sýnatöku.
Farþegar sem hafa vottorð fyrir fyrri sýkingu af völdum COVID-19 eða fyrir bólusetningu gegn veirunni verða áfram undanþegnir sýnatöku og sóttkví.
Nánari upplýsingar munu birtast á covid.is.
Upplýsingar um þær ferðatakmarkanir sem gilda fyrir erlenda ferðamenn á leið til Íslands, má finna á ensku á síðunni Visiting Iceland.
Þessa dagana gera mörg lönd kröfu um að farþegar geti sýnt fram á neikvæðar niðurstöður úr COVID-19 sýnatöku áður en gengið er um borð í flugið. Niðurstöðurnar verða jafnframt að vera nýlegar, ýmist að hámarki 72 eða 24 klst. gamlar, í samræmi við reglur hvers lands fyrir sig.
Tími í sýnatöku: Við mælum með því að þú hafir samband við næstu heilsugæslustöð varðandi bókun í sýnatöku og vottorð (athugaðu að ef flugið þitt er um helgi, þarf að hafa samband fyrir helgina).
Nauðsynlegt er að taka fram hvenær ferðalagið verður, svo að tímasetning sýnatökunnar sé í samræmi við ferðaáætlunina. Nauðsynlegt er að taka fram að óskað sé eftir vottorði. Greiðsla er innheimt þegar sýnatakan er pöntuð.
Sýnatakan: Sýnatakan fer fram á Suðurlandsbraut 34. Þú færð sent strikamerki í tölvupósti sem þú þarft að sýna áður en farið er í skimun. Þér er heimilt að mæta hvenær sem er á opnunartíma (jafnvel þó að heilsugæslan úthluti þér formlega tilteknum tíma).
Þú getur líka farið í sýnatöku utan höfuðborgarsvæðisins, en þá þarftu að ganga úr skugga um að niðurstöður fáist sama dag og sýnið er tekið. Nánari upplýsingar um heilsugæslustöðvar.
Niðurstöður: Það getur tekið allt að 24 klst. að fá niðurstöðurnar sendar með SMS-skeyti. Athugið að í flestum löndum eru SMS-skeyti ekki tekin gild. Farþegar verða að hafa vottorð undir höndum sem sýnir tímasetningu sýnatökunnar.
Hvernig fæ ég vottorð? Hægt er að fá rafrænt vottorð á íslensku eða ensku sent gegnum heilsuvera.is. Vottorðið má einnig nálgast útprentað hjá heilsugæslustöð. Hafðu samband við þína heilsugæslustöð fyrir nánari upplýsingar.
Ef þörf krefur má einnig nálgast vottorð hjá Læknavaktinni, Háaleitisbraut 68 (17:00– 23:30) en þá greiðist auka komugjald, þar sem þessi opnunartími er utan dagvinnutíma.
Gjald fyrir sýnatöku og vottorð:
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ef þú hefur óskað eftir endurgreiðslu en hefur ekki fengið hana greidda út, biðjum við þig að sýna okkur þolinmæði. Vegna mikils álags þessi misserin, tekur það okkur mun lengri tíma en vanalega að vinna úr málum. Þú þarft ekki að hafa samband við okkur aftur, við getum fullvissað þig um að málið þitt er í farvegi og að við reynum að vinna úr því eins hratt og mögulegt er.
Þú getur gert það á sérstakri síðu um breytingar á bókunum á vefsíðunni okkar.
Þú getur afbókað ferðina og sótt um ferðainneignarnótu. Frekari upplýsingar má finna á síðu okkar um afbókun flugs.
Ef ferðainneignarnótan hentar þér ekki, getur þú líka kannað hvort þú átt rétt á endurgreiðslu, sem má svo nálgast með því að fylla út þetta eyðublað. Upphæð endurgreiðslunnar veltur á tegund fargjalds.
Allar nánari upplýsingar um ferðainneignarnótuna má finna á sérstakri síðu með algengum spurningum um notkun ferðainneignarnótunnar.
Við mælum með því að þú fylgist vel með nýjustu upplýsingum á vefsíðunni okkar, þar sem við uppfærum flugáætlunina reglulega og auk þess kunnum við að gera breytingar á skilmálum okkar um endurbókun.
Ef þú vilt breyta eða afbóka flug sem fellur ekki undir skilmálum okkar um endurbókun, veltur upphæð endurgreiðslunnar á tegund fargjaldsins.
Þú getur sjálf/ur breytt bókun þinni á netinu, á síðunni Ferðin mín.
Ef fluginu þínu hefur verið aflýst og þú hyggst ekki ferðast, getur þú annað hvort fengið ferðainneignarnótu eða endurgreiðslu. Við mælum með því að þú notir hlekkinn í tölvupóstinum frá okkur til þess að gera umsóknina. Ef þú hefur ekki fengið póst frá okkur, getur þú óskað eftir ferðainneign eða endurgreiðslu hér á vefsíðunni okkar.
Ef ferðainneignarnótan hentar þér ekki, getur þú kannað hvort þú átt rétt á endurgreiðslu. Athugaðu að upphæð endurgreiðslunnar veltur á tegund fargjaldsins. Ef þú vilt fá endurgreiðslu, getur þú óskað eftir henni með því að fylla út þetta eyðublað.
Þetta eru miklir óvissutímar, en við viljum gera viðskiptavinum okkar kleift að leggja drög að ferðum. Ef þú ert að velta því fyrir þér að bóka flugmiða, bjóðum við þér upp á að breyta fluginu síðar. Nánari upplýsingar um hvernig þú getur bókað núna og breytt síðar.
Þú getur notað ferðainneignarnótuna þegar þú gerir nýja bókun á vefsíðunni okkar. Eftir að þú hefur skráð upplýsingar um farþega og valið þjónustu um borð, fylgir síða þar sem þú fyllir inn greiðsluupplýsingar og þar má bæta við númeri inneignarnótunnar. Frekari upplýsingar má finna í skilmálum Icelandair um ferðainneignarnótur.
Það er mikið álag á þjónustuverinu okkar í augnablikinu.
Þetta hefur leitt til þess að viðskiptavinir hafa þurft að bíða lengi eftir svari frá þjónustuverinu. Eins og stendur, setjum við svör við fyrirspurnum um flug sem fara í loftið á næstu 48 klukkustundum í forgang.
Ef þú þarft á aðstoð að halda, vinsamlegast fylltu út þetta eyðublað eða hafðu samband símleiðis.
Við sendum sjálfvirkt svar með tölvupósti til allra sem fylla út eyðublaðið. Eins og stendur, setjum við svör við fyrirspurnum um flug sem fara í loftið á næstu 48 klukkustundum í forgang. Við uppfærum flugáætlunina okkar 7 daga fram í tímann. Þú getur skoðað flugáætlunina hér á síðunni. Við verðum í sambandi við þig eins fljótt og völ er á.
Við biðjum farþega að halda sem mest kyrru fyrir í því sæti sem þeim hefur verið úthlutað á meðan á fluginu stendur. Þannig má lágmarka samskipti milli farþega og þar með smithættu.
Þar að auki eru upplýsingar um sætaskipan lykilatriði, ef svo ólíklega vildi til að íslensk stjórnvöld þyrftu að rekja samskiptasögu einstaklings sem greinist með Covid-19.
Frá og með 10. desember 2020 verða reglur um handfarangur aftur með vanalegu sniði (sjá reglur um farangursheimild). Við mælum engu að síður með því að farþegar hafi eins lítinn handfarangur með í flug og mögulegt er, til að hámarka öryggi.
Farþegum býðst enn að innrita samþykktan handfarangur án þessa að greiða aukalega fyrir það; vinsamlegast spyrjist fyrir við innritun á flugvelli eða við hliðið.
Já. Til að lágmarka heilsufarsáhættu farþega og starfsfólks okkar, höfum við gripið til eftirfarandi fyrirbyggjandi aðgerða á flugleiðum okkar.
Farþegum er velkomið að koma með eigin mat um borð, en við bendum á að það er óleyfilegt að hafa með sér áfenga drykki í vélina.
Við mælum með því að þú kaupir drykki til að hafa með í flugið eftir að þú ert komin/n gegnum öryggisleit, vegna reglna um hámarksmagn vökva í handfarangri.
Milli Evrópu og Íslands:
Milli Norður-Ameríku og Íslands:
Saga Shop er tímabundið ekki í boði á neinum flugleiðum.
Já. Matar- og drykkjarþjónusta hefur verið takmörkuð í setustofunni, til þess að gæta öryggis farþega okkar og starfsfólks.
Fersk matvæli eru ekki lengur á boðstólum en úrval drykkja er óbreytt. Í boði verður snarl, sem við mælum með að farþegar grípi með sér úr Saga Lounge þegar þeir ganga um borð í flugið.
Farþegar mega búast við því að breytingar hafi verið gerðar á þjónustu í betri stofum þeirra flugvalla sem við fljúgum til. Sumar þeirra eru lokaðar og aðrar bjóða aðeins upp á takmarkaða þjónustu.
Frá því í mars 2020 höfum við lagt auka Fríðindastig inn á reikning Saga Club félaga. Við munum halda þessum stuðningi áfram um óákveðinn tíma, eða þar til aðstæður hafa breyst. Sá fjöldi Fríðindastiga sem Saga Club félagar fá í sinn hlut, jafngildir meðalfjölda þeirra Fríðindastiga sem hver og einn félagi hefur safnað fyrir flug með Icelandair á síðastliðnum 12 mánuðum fyrir mars 2020. Hafið í huga að Fríðindastig segja til um hvort Saga Club félagar eigi rétt á Saga Silver eða Saga Gold aðild og að þau safnast fyrir áætlunarflug með Icelandair. Ef þú hefur fleiri spurningar, er líklegt að svörin sé að finna hér fyrir neðan.
Hvaða Saga Club félagar fá auka Fríðindastig?
Allir Saga Club félagar sem söfnuðu Fríðindastigum fyrir áætlunarflug Icelandair á síðustu tólf mánuðunum fyrir mars 2020, fá auka Fríðindastig inn á Saga Club reikninginn sinn.
Hversu mörg auka Fríðindastig mun ég fá sem Saga Club félagi?
Sá fjöldi Fríðindastiga sem þú færð sem Saga Club félagi er meðalfjöldi þeirra Fríðindastiga sem þú hefur safnað fyrir áætlunarflug Icelandair á síðastliðnum 12 mánuðum fyrir mars 2020.
Hvenær fæ ég auka Fríðindastigin lögð inn á reikninginn minn?
Auka Fríðindastigin eru lögð inn á Saga Club reikninginn þinn á síðasta degi mánaðarins.
Ef að þú misstir af fluginu þínu vegna ferðatakmarkana, vinsamlegast fylltu út þetta eyðublað (jafnvel þó að þú hafir áður haft samband gegnum samfélagsmiðla).
Já. Hjá Icelandair er öryggi ávallt forgangsatriði númer eitt – bæði fyrir viðskiptavini okkar og starfsmenn. Rannsóknir hafa sýnt að hætta á að smitsjúkdómar berist milli manna um borð í flugvél séu í lágmarki. Hreinsunarferlar okkar eru öflugir og sótthreinsirinn sem við notum hefur reynst árangursríkur gegn veirum.
Áætlanir flugfélaga breytast hratt um þessar mundir, svo við mælum með því að ferðalangar skoði vefsíður flugvalla til að finna nýjustu upplýsingar um flughafnir / terminal, ásamt öðrum upplýsingum um starfsemina.
Vegna tíðra breytinga á ferðatakmörkunum mælum við með því að athuga upplýsingar um ferðatakmarkanir og sóttvarnarkröfur á áfangastað þínum. Við höfum tekið saman upplýsingar um takmarkanir á ferðalögum til þeirra landa sem við fljúgum til á þessari síðu.