Undirbúðu ferðalagið með hjálp GetYourGuide | Icelandair
Pingdom Check
06/27/2019 | 8:53 AM

Undirbúðu ferðalagið með hjálp GetYourGuide

Þegar þú ferð inn á Icelandair-vefsíðuna til að leggja drög að næsta fríi, gætirðu rekið augun í spennandi uppástungur frá samstarfsaðila okkar, GetYourGuide. Þessi vefur aðstoðar ferðamenn við að bóka aðgang að því sem er áhugaverðast að upplifa og sjá á hverjum áfangastað.

GetYourGuide hefur frá stofnun sinni árið 2009 einfaldað milljónum ferðalanga að uppgötva allt það einstaka og merkilega í löndum heimsins sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hvort sem þú sækist eftir að sleppa við röðina í Eiffel-turninn, sækja kennslutíma í hefðbundinni matreiðslu í Róm, eða að fara í skoðunarferð um Amsterdam á hjóli, getur GetYourGuide orðið að liði. Auðvelt er að gera bókanir gegnum vefsíðuna og appið og þú getur fyrir vikið einbeitt þér að því sem mestu máli skiptir: að njóta ferðalagsins í botn.

Þar að auki fá Saga Club félagar Vildarpunkta með hverri bókun sem þeir gera á GetYourGuide.com.

Hvert svo sem ferðinni er heitið, hjálpar GetYourGuide þér við að fá sem mest út úr ferðalaginu.

Manneskja með bláan bakpoka gengur um fornar rústir á framaandi slóðum