Jólaáætlun Icelandair | Icelandair
Pingdom Check

Jólaáætlun Icelandair

Við vitum að margir vilja komast heim til fjölskyldu og vina yfir jól og áramót. Þess vegna höfum við aukið tíðni flugs í desember og janúar.

Athugið! Vegna þeirra reglna sem gilda um sýnatöku við komu til Íslands, mæla íslensk heilbrigðisyfirvöld með því að þeir sem ætla að ferðast til Íslands komi ekki síðar en 18. desember, til þess að geta lokið við tvöfalda sýnatöku og sóttkví áður en jólin koma.

Flugáætlunin

Jólaáætlun Icelandair er komin í sölu og miðast við tímabilið 16. desember til 10. janúar 2021

Við vitum að margir Íslendingar sem búa erlendis vilja koma heim yfir jól og áramót, og því höfum við aukið tíðni flugs yfir hátíðirnar.

Sjá flugáætlun

Evrópa og Norður-Ameríka

Við stefnum að því að fljúga til eftirfarandi borga:

Evrópa: Amsterdam, Berlín, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, Osló, París og Stokkhólmur.  

Norður-Ameríka: Boston og New York.

Reglur um ferðalög

Ferðatakmarkanir landa breytast ört um þessar mundir. Við viljum benda ferðalöngum á að það er á þeirra ábyrgð að sjá til þess að þeir hafi undir höndum rétt gögn og standist aðgangskröfur landsins sem flogið er til. Við munum veita upplýsingar um ofangreinda áfangastaði á sérstakri síðu um ferðatakmarkanir og sóttvarnir.

Við óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og áramóta.