Kolefnisjafnaðu flugið þitt | Icelandair
Pingdom Check

Reiknaðu út þitt kolefnisfótspor

Reykjavík|REK
1 farþegi
Útblástur koltvísýrings er óhjákvæmilegur fylgifiskur flugs.
Skógrækt er ein leið til að draga úr magni koltvísýrings í andrúmsloftinu.
Minnkaðu kolefnissporið sem hlýst af fluginu þínu með því að kolefnisjafna það.

Hvað höfum við gert til að draga úr losun?

Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Icelandair á undanförnum árum til að draga úr losun koltvísýrings. Við höfum m.a. bætt sérstökum vænguggum við allar vélar okkar sem draga úr vindmótstöðu og minnka eldsneytisnotkun. Þar að auki höfum við gert ráðstafanir til að lágmarka útblástur við aðflug og lendingu.

Við fylgjumst markvisst með eldsneytisnotkun okkar, með það fyrir augum að draga úr losun koltvísýrings. Flugmenn okkar fá þjálfun í flugtækni sem dregur úr hávaðamengun og eldsneytisnotkun. Þeir geta fylgst með hvernig þeim verður ágengt í eldsneytissparnaði og hver og einn getur borið árangur sinn saman við árangur annarra flugmanna.

Við notum sérstakt kerfi til að vakta flugvélar okkar á flugi og draga úr flughraða þeirra véla sem eru líklegar til að lenda á undan áætlun, en minni flughraði dregur úr eldsneytisnotkun.

Að kolefnisjafna flug

Kolefnisreiknivélin auðveldar þér að reikna út kolefnisfótsporið sem hlýst af fluginu þínu og hversu hátt framlag þarf til að kolefnisjafna það.

Hvernig reiknum við út þitt framlag?

Við höfum reiknað út meðalútblástur á hverri flugleið sem við fljúgum. Reiknivélin tekur mið af þeirri vegalengd sem flogin er og fjölda farþega sem þú gefur upp, þegar hún áætlar þitt framlag.

Hvernig notum við framlagið?

Eins og sakir standa eru öll framlög notuð til skógræktar á Íslandi í samstarfi við Kolvið. Skógar binda kolefni úr koltvísýringi og minnka þannig magn koltvísýrings í andrúmsloftinu. Við erum stolt af því að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni og skorum á alla okkar farþega að kynna sér málið og taka þátt í því með okkur.