Billund Airport upplýsingar | Icelandair
Pingdom Check

Billund Airport (BLL)

Um flugvöllinn

Heimilisfang flugvallar: Billund Lufthavn A/S, Passager terminal 10, Postboks 10, 7190 Billund
Billund flugvöllur er staðsettur um 2 km norðaustur af Billund í Danmörku. Staðsetningin á flugvellinum dregur að fjölda ferðamanna ár hvert vegna þess hve nálægt Legoland skemmtigarðinum hann er. Meirihluti þeirra sem nota flugvöllinn er fólk frá vesturhluta Danmerkur og er þetta þeirra aðalflugvöllur fyrir millilandaflug.

Icelandair á Billund Airport

Flugstöð (terminal): Main terminal
Umboðsaðili: Billund Airport
Innritun opnar: 2 klst. fyrir brottför
Innritun lokar: 40 mínútum fyrir brottför fyrir farþega með innritaðan farangur
Hliðið lokar: 15 mínútum fyrir brottför
Hraðleið í gegnum öryggisleit: Í boði

Sjálfinnritunarvélar á flugvelli eru opnar fyrir viðskiptavini Icelandair.

Upplýsingar um betri stofu

King Amlet Lounge. Takið lyftu á 1. hæð, betri stofa á hægri hönd. Opið milli 05:15 og 18:00.