Ferðatakmarkanir og sóttvarnarkröfur vegna COVID-19 | Icelandair
Pingdom Check

Ferðatakmarkanir og sóttvarnarkröfur vegna COVID-19

Vegna tíðra breytinga á reglum mælum við með því að farþegar kynni sér nýjustu upplýsingar um ferðatakmarkanir og sóttvarnarkröfur á áfangastað sínum, áður en haldið er af stað: skráningarform, reglur um sýnatöku fyrir COVID-19, reglur um sóttkví og fleira.

Ábyrgð farþega: Við minnum á að það er á ábyrgð farþega sjálfra að tryggja að þeir hafi viðeigandi skjöl meðferðis og uppfylli kröfur áfangastaðarins varðandi komu til landsins.

Icelandair gæti þurft að neita farþegum um inngöngu í vélina, ef þeir standast ekki þessar kröfur.

Ferðatakmarkanir yfirvalda breytast hratt þessi misserin. Við mælum með því að farþegar kynni sér nýjustu upplýsingar um þær takmarkanir og sóttvarnarkröfur sem gilda á þeirra áfangastað, áður en lagt er af stað í ferðalagið. Hér eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga.

Niðurstöður úr sýnatöku fyrir COVID-19

  • Þessa dagana gera flest lönd sem Icelandair flýgur til kröfu um að farþegar hafi undir höndum neikvæðar niðurstöður úr sýnatöku fyrir COVID-19, eða geti sýnt fram á með vottorði að þeir hafi náð sér eftir COVID-19. Þessar kröfur eiga oftast einnig við um tengifarþega.
  • Niðurstöðurnar verða að vera nýlegar, ýmist að hámarki 24 eða 72 klst. gamlar, í samræmi við reglur hvers lands fyrir sig. Mörg lönd samþykkja eingöngu áþreifanleg vottorð, ekki rafræn vottorð. Icelandair ber í mörgum tilfellum skylda til að neita farþegum um inngöngu í vélina, hafi þeir ekki þessi gögn meðferðis.

Lögmætt erindi og skráningarform

  • Mörg lönd gera kröfu um að farþegar hafi lögmætt erindi fyrir komu sinni, á borð við búsetu, vinnu eða fjölskyldu.
  • Mörg lönd krefjast þess að farþegar fylli út sérstök skráningarform áður en lagt er af stað í ferðalagið.

Sóttkví

  • Reglur sem varða sóttkví breytast hratt, svo það er mikilvægt að farþegar kynni sér vel þær reglur sem gilda á þeirra áfangastað, áður en ferðalagið hefst.

Farþegar í tengiflugi

  • Ef þú millilendir á leið á lokaáfangastað, þarftu að kynna þér þær reglur sem gilda í landinu þar sem þú millilendir.

Opinberar síður

Hér fyrir neðan má finna hlekki á opinberar síður yfirvalda í löndum sem við fljúgum til. Í hlekkjunum má finna upplýsingar um þær reglur sem gilda í hverju landi fyrir sig, t.d. varðandi skráningarform, sóttkví, og sýnatöku vegna COVID-19. Við mælum með því að farþegar kynni sér nýjustu upplýsingar um þær reglur sem gilda á áfangastað þeirra (t.d. varðandi sóttkví), og sömuleiðis um þær reglur sem gilda þegar snúið er aftur til heimalandsins.

Hafið í huga að reglur geta breyst með litlum fyrirvara.

Gagnvirkt kort IATA

Gott er að byrja að kanna ferðatakmarkanir og aðrar reglur á áfangastað, með aðstoð gagnagrunnsins sem alþjóðasamband flugfélaga, IATA, heldur utan um.

Gagnvirkt kort IATA

Aðrar gagnlegar upplýsingar