Ferðatakmarkanir og sóttvarnarkröfur vegna COVID-19 | Icelandair
Pingdom Check

Ferðatakmarkanir og sóttvarnarkröfur vegna COVID-19

Settu inn upplýsingar um þína ferð hér fyrir neðan til að kanna hvaða reglur gilda á ferðalaginu. Ef ferðin inniheldur tengiflug, skaltu smella hér til að kanna reglurnar.

Við mælum með því að farþegar gaumgæfi reglur um ferðalög og sóttvarnir á opinberum vefsíðum stjórnvalda.

Ábyrgð farþega: Við minnum á að það er á ábyrgð farþega sjálfra að tryggja að þeir hafi viðeigandi skjöl meðferðis og uppfylli kröfur áfangastaðarins varðandi komu til landsins.

Icelandair gæti þurft að neita farþegum um inngöngu í vélina, ef þeir standast ekki þessar kröfur.

Starfsfólk Icelandair kannar gögn farþega tengd COVID-19 fyrir flugið, þegar reglur mæla fyrir um það. Í sumum tilfellum eru gögnin ekki skoðuð fyrr en á áfangastað, ýmist á flugvellinum eða á gististað.

Opinberar síður

Hér fyrir neðan eru hlekkir á opinberar síður yfirvalda í löndum sem við fljúgum til.

Neðst á þessari síðu er yfirlit um helstu atriði sem varða ferðatakmarkanir og sóttvarnarkröfur. Munið að reglur geta breyst með litlum fyrirvara.

Gagnvirkt kort alþjóðasambands flugfélaga, IATA, má líka nota til að kanna ferðatakmarkanir og aðrar reglur á áfangastað.

Gátlisti fyrir flugið

Niðurstöður úr sýnatöku / Vottorð um bólusetningu eða afstaðna sýkingu

  • Sum lönd sem Icelandair flýgur til gera kröfu um að farþegar hafi undir höndum neikvæðar niðurstöður úr sýnatöku fyrir COVID-19, eða geti sýnt fram á með vottorði að þeir hafi verið bólusettir eða að þeir hafi náð sér eftir COVID-19. Þessar kröfur eiga oftast einnig við um tengifarþega.
  • Niðurstöðurnar verða að vera nýlegar, ýmist að hámarki 24 eða 72 klst. gamlar, í samræmi við reglur hvers lands fyrir sig. Sum lönd samþykkja eingöngu áþreifanleg vottorð, ekki rafræn vottorð. 
  • Icelandair ber í mörgum tilfellum skylda til að neita farþegum um inngöngu í vélina, hafi þeir ekki nauðsynleg gögn meðferðis.

Lögmætt erindi og skráningarform

  • Sum lönd gera kröfu um að farþegar hafi lögmætt erindi fyrir komu sinni, á borð við búsetu, vinnu eða fjölskyldu.
  • Sum lönd krefjast þess að farþegar fylli út sérstök skráningarform áður en lagt er af stað í ferðalagið.

Sóttkví

  • Reglur sem varða sóttkví breytast hratt, svo það er mikilvægt að farþegar kynni sér vel þær reglur sem gilda á þeirra áfangastað, áður en ferðalagið hefst.

Farþegar í tengiflugi

  • Ef þú millilendir á leið á lokaáfangastað, þarftu að kynna þér þær reglur sem gilda í landinu þar sem þú millilendir.