Ekki viljum við að þú eyðir fríinu þínu á flugvelli við að reyna að skrá upplýsingar og leysa úr mistökum við skráningu ferðapappíra. Hér að neðan er að finna mikilvægar upplýsingar varðandi tollgæslu og innflytjendaeftirlit.
Á þessari síðu finnur þú yfirlit yfir algengustu ferðaskjölin. Nánari upplýsingar um ferðatakmarkanir og reglur sem gilda á þínum áfangastað vegna COVID-19 finnur þú á síðunni yfir ferðatakmarkanir.
Skilyrði í ferðum þeirra sem ferðast til Bandaríkjanna en hyggjast ekki flytja þangað - almennar ferðir eða viðskiptaferðir:
Ríkisborgarar ákveðinna landa geta fengið undantekningu frá vegabréfsáritun (Visa Waiver Program (VWP)) og dvalið í Bandaríkjunum, hvort sem er í almennum ferðum eða viðskiptaferðum, í allt að 90 daga.
Farþegar sem hyggjast nýta sér undanþágu af þessu tagi þurfa að gera umsókn og fá viðurkennt ferðaleyfi frá ESTA (Electronic System for Travel Authorization) sem er í umsjá Heimavarnarráðs Bandaríkjanna (Homeland Security).
„TSA Precheck“ er nú í boði hjá Icelandair.
Vinsamlegast hafið samband við þjónustuver til að bæta KTN eða TSA númeri við bókun ykkar.
Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu TSA (Transportation Security Administration): https://www.tsa.gov/precheck.
Ríkisborgarar ákveðinna landa og landsvæða þurfa vegabréfsáritun til að ferðast til Kanada eða millilenda þar. Aðrir þurfa að verða sér úti um rafræna ferðaheimild, Electronic Travel Authorization, en hana er hægt að sækja um á netinu.
Síðan 1965 hefur verið í gildi samkomulag milli Norðurlandanna (Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands, Noregs, Íslands og Færeyja) um að einstaklingar með ríkisborgararétt í þessum löndum þurfi ekki að sýna vegabréf þegar þeir ferðast milli þessara landa.
Þeir verða þó að hafa undir höndum persónuskilríki sem auðkenna þá og sýna fram á hvaðan þeir eru.
Skilyrði í ferðum bandarískra ríkisborgara til Evrópulanda innan Schengen-svæðisins í almennum ferðum eða viðskiptaferðum:
Schengen samstarfið inniheldur 26 ríki. Öll ríki Evrópusambandsins eru meðlimir í Schengen fyrir utan Írland, Rúmeníu, Króatíu og Búlgaríu. EFTA ríkin, Ísland, Sviss og Noregur, eru einnig þátttakendur í Schengen samstarfinu.
Skilyrði í ferðum bandarískra ríkisborgara til Evrópulanda utan Schengen-svæðisins í almennum ferðum eða viðskiptaferðum:
Þeir sem hyggjast starfa eða stunda nám í Evrópu ættu að hafa samband við næsta sendiráð eða ræðismannsskrifstofu.
Almennt þurfa vegabréf að gilda í að minnsta kosti 6 mánuði umfram áætlaða dvöl í Ísrael.
Ríkisborgarar ákveðinna landa, þar með talið íslenskir ríkisborgarar, fá undantekningu frá vegabréfsáritun til Ísraels og geta ferðast og dvalið í Ísrael í allt að 90 daga, hvort sem um almenn ferðalög eða viðskiptaferðir er að ræða.
Upplýsingar um vegabréfsáritanir til Ísraels má finna á vef ríkisstjórnar Ísraels.