Tollgæsla og innflytjendareglur | Icelandair
Pingdom Check

Ferðaskilríki

Ekki viljum við að þú eyðir fríinu þínu á flugvelli við að reyna að skrá upplýsingar og leysa úr mistökum við skráningu ferðapappíra. Hér að neðan er að finna mikilvægar upplýsingar varðandi tollgæslu og innflytjendaeftirlit.

Allur er varinn góður! Svo við mælum með því að athuga hvaða ferðaskilríki þarf fyrir þinn áfangastað áður en þú heldur af stað á flugvöllinn. Ef allar skammstafanirnar og flugorðin reynast ruglandi mælum við með að þú skoðir listann okkar yfir orð sem fljúga!

Hafðu í huga að farþegar bera sjálfir ábyrgð á því að tryggja að þau hafi rétt og gild ferðaskilríki, þar með talin vegabréf, vegabréfsáritanir og ferðaheimildir, fyrir ferðina sína. Því er mikilvægt að kanna kröfurnar fyrir áfangastað og alla viðkomustaði með góðum fyrirvara.