Tollgæsla og innflytjendareglur | Icelandair
Pingdom Check

Tollgæsla og innflytjendaeftirlit

Ekki viljum við að þú eyðir fríinu þínu á flugvelli við að reyna að skrá upplýsingar og leysa úr mistökum við skráningu ferðapappíra. Hér að neðan er að finna mikilvægar upplýsingar varðandi tollgæslu og innflytjendaeftirlit.

Ferðir til Bandaríkjanna

Skilyrði í ferðum þeirra sem ferðast til Bandaríkjanna en hyggjast ekki flytja þangað - almennar ferðir eða viðskiptaferðir:

 • Vegabréf auk vegabréfsáritunar eða ferðaleyfis frá ESTA.
 • Almennt þurfa vegabréf að gilda í að minnsta kosti 6 mánuði umfram áætlaða dvöl í Bandaríkjunum. Þessi regla á ekki við um ríkisborgara í þeim löndum sem tilheyra hinum svonefnda Six-Month Club, en vegabréf þessara farþega þurfa aðeins að gilda í þann tíma sem þeir hyggjast dvelja í Bandaríkjunum. Ísland er eitt þessara ríkja.
 • Ekki er þörf á bólusetningu.

Undanþágur frá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna

Ríkisborgarar ákveðinna landa geta fengið undantekningu frá vegabréfsáritun (Visa Waiver Program (VWP)) og dvalið í Bandaríkjunum, hvort sem er í almennum ferðum eða viðskiptaferðum, í allt að 90 daga.

Farþegar sem hyggjast nýta sér undanþágu af þessu tagi þurfa að gera umsókn og fá viðurkennt ferðaleyfi frá ESTA (Electronic System for Travel Authorization) sem er í umsjá Heimavarnarráðs Bandaríkjanna (Homeland Security).

„Global Entry“ og „Trusted Traveler Program“

Bandarísk landamæra- og tollayfirvöld halda úti kerfi (The Global Entry Program) sem veitir hraðari inngöngu inn í Bandaríkin á ákveðnum flugvöllum í Bandaríkjunum. Icelandair tekur ekki saman upplýsingar um „Global Entry“-kerfið.

„TSA Precheck“

„TSA Precheck“ er nú í boði hjá Icelandair.

Vinsamlegast hafið samband við þjónustuver til að bæta KTN eða TSA númeri við bókun ykkar. 

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu TSA (Transportation Security Administration): https://www.tsa.gov/precheck.

Ferðir til Kanada

 • Ferðalangar þurfa að hafa gilt vegabréf til þess að fá inngöngu í Kanada.
 • Farmiði og ferðaskjöl fyrir ferð til baka eða áframhaldandi ferðalag.

Ríkisborgarar ákveðinna landa og landsvæða þurfa vegabréfsáritun til að ferðast til Kanada eða millilenda þar. Aðrir þurfa að verða sér úti um rafræna ferðaheimild, Electronic Travel Authorization, en hana er hægt að sækja um á netinu.


Ferðir til Evrópu (Schengen)

Skilyrði í ferðum bandarískra ríkisborgara til Evrópulanda innan Schengen-svæðisins í almennum ferðum eða viðskiptaferðum:

 • Bandarískt eða kanadískt vegabréf - sem gildir í a.m.k. 90 daga umfram áætlaðan dvalartíma.
 • Vegabréf sem var gefið út á síðustu tíu árum.
 • Farmiði og ferðaskjöl fyrir ferð til baka eða áframhaldandi ferðalag.
 • Ekki er þörf á vegabréfsáritun vegna dvalar í allt að 90 daga (hámarkslengd uppsafnaðrar dvalar á 180 daga tímabili í öllum Schengen-ríkjum er 90 dagar).
 • Ekki er þörf á bólusetningu.

Schengen samstarfið inniheldur 26 ríki. Öll ríki Evrópusambandsins eru meðlimir í Schengen fyrir utan Stóra-Bretland, Írland, Rúmeníu, Króatíu og Búlgaríu. EFTA ríkin, Ísland, Sviss og Noregur, eru einnig þátttakendur í Schengen samstarfinu.

Ferðir til Evrópu (utan Schengen)

Skilyrði í ferðum bandarískra ríkisborgara til Evrópulanda utan Schengen-svæðisins í almennum ferðum eða viðskiptaferðum:

 • Bandarískt eða kanadískt vegabréf - sem gildir í a.m.k. 90 daga umfram áætlaðan dvalartíma.
 • Farmiði og ferðaskjöl fyrir ferð til baka eða áframhaldandi ferðalag.
 • Ekki er þörf á áritun vegna dvalar í allt að 180 daga.
 • Ekki er þörf á bólusetningu.

Þeir sem hyggjast starfa eða stunda nám í Evrópu ættu að hafa samband við næsta sendiráð eða ræðismannsskrifstofu.

Athugið

Frá og með 1. febrúar 2018 ættu vegabréf, gefin út af löndum sem eru utan Evrópska efnahagssvæðisins og Fríverslunarsamtaka Evrópu, að vera gild í að minnsta kosti þrjá mánuði eftir áætlaðan brottfarardag þinn frá Schengen-svæðinu.