Þráðlaust net Icelandair | Icelandair
Pingdom Check

Þráðlaust net um borð

Vertu í sambandi allt flugið, frá því að þú sest í sætið þar til flugvélin lendir!

Frá brottför til lendingar

Öllum farþegum sem ferðast í vélum okkar af gerðinni Boeing 757, 767 og 737 stendur nú til boða þráðlaust net, frá því að stigið er um borð þar til komið er á áfangastað.

  • Farþegar á almennu farrými geta fengið aðgang að þráðlausa netinu á einu tæki, gegn vægu gjaldi. 
  • Farþegar sem fljúga með Saga Premium, Saga Premium Flex eða Economy Flex, fá gjaldfrjálsan aðgang að þráðlausa netinu á tveimur tækjum.
  • Meðlimir í Saga Gold fá gjaldfrjálsan aðgang að þráðlausa netinu á tveimur tækjum.

Verð á þráðlausu neti

Ísland - Evrópa Ísland - Norður-Ameríka
Verð €6 €12

Vinsamlegast athugið að þráðlaust net (Wi-Fi) er ekki í boði í þeim flugvélum okkar sem notaðar eru í innanlandsflugi og flugi til Grænlands.

Aðgangur að þráðlausa netinu og eiginleikar þess

Þráðlausa nettengingin er breytileg milli flugvél. Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um hvernig skal tengjast þráðlausa netinu og um eiginleika tengingarinnar sem býðst í vélunum.