Pingdom Check

Þráðlaust net um borð

Hægt er að kaupa aðgang að þráðlausu neti í öllum okkar vélum af gerðinni Boeing 757. Í byrjun desember næstkomandi verður svo einnig hægt að kaupa aðgang að þráðlausu neti í hinum nýju Boeing 737 MAX vélum Icelandair, TF-ICE, TF-ICY, TF-ICU. Gervihnattatengingin er álíka öflug og 3G tenging á jörðu niðri. Tengingin er virk allt flugið, frá því að þú sest í sætið og þar til þú yfirgefur flugvélina. Nú geta Saga Club félagar einnig keypt aðgang að þráðlausu neti fyrir Vildarpunkta. 

Þráðlausa netið um borð er tilvalið til að:

  • Skoða tölvupóst.
  • Vafra um Internetið.
  • Samskipti á samfélagsmiðlum.

Hægt er að kaupa þráðlaust net um borð. Farþegar sem ferðast á Saga Premium og Saga Premium Flex, auk Saga Gold meðlima, fá aðgang að þráðlausu neti fyrir tvö tæki án endurgjalds.

Það er einfalt að tengjast netinu um borð:

  • Settu tækið í „flugvélaham“ og virkjaðu þráðlausa tengingu
  • Veldu „Icelandair Internet Access“.
  • Opnaðu vafra að eigin vali og veldu „Get Wi-Fi“ til að fá aðgang að þráðlausa netinu og framkvæma greiðsluna