Öllum farþegum sem ferðast í vélum okkar af gerðinni Boeing 757, 767 og 737 stendur nú til boða þráðlaust net, frá því að stigið er um borð þar til komið er á áfangastað.
- Farþegar á almennu farrými geta fengið aðgang að þráðlausa netinu á einu tæki, gegn vægu gjaldi.
- Farþegar sem fljúga með Saga Premium eða Saga Premium Flex, fá gjaldfrjálsan aðgang að þráðlausa netinu á tveimur tækjum.
- Saga Gold félagar fá gjaldfrjálsan aðgang að þráðlausa netinu á tveimur tækjum.
- Félagar í Saga Club geta greitt fyrir aðgang að netinu með Vildarpunktum.