Þráðlaust net Icelandair | Icelandair
Pingdom Check

Þráðlaust net um borð

Vertu í sambandi allt flugið, frá því að þú sest í sætið þar til flugvélin lendir!

Frá brottför til lendingar

Öllum farþegum sem ferðast í vélum okkar af gerðinni Boeing 757 og 767 stendur nú til boða þráðlaust net, frá því að stigið er um borð þar til komið er á áfangastað.

Farþegar á almennu farrými geta fengið aðgang að þráðlausa netinu á einu tæki, gegn vægu gjaldi, en farþegar sem fljúga með Saga Premium, Saga Premium Flex eða Economy Flex, sem og meðlimir í Saga Gold, fá gjaldfrjálsan aðgang að þráðlausa netinu á tveimur tækjum.

Verð á þráðlausu neti

Ísland - Evrópa Ísland - Norður-Ameríka
Verð * €6 €12

* Verð á þráðlausu neti er alltaf gefið upp í evrum. Nafnið á færslunni á kreditkortareikningnum verður "ROW44 Icelandair Wi-Fi".

Þráðlausa netið um borð er tilvalið til að:

  • Skoða tölvupóst.
  • Vafra um Internetið.
  • Samskipti á samfélagsmiðlum.

Það er einfalt að tengjast netinu um borð:

  • Settu tækið í „flugvélaham“ og virkjaðu þráðlausa tengingu.
  • Veldu „Icelandair Internet Access“.
  • Opnaðu vafra að eigin vali og vefsíðan til að fá aðgang að þráðlausa netinu á að opnast. Annars opnaðu wifi.icelandairwifi.com.

Tengingin

Gervihnattatengingin er álíka öflug og 3G tenging á jörðu niðri. Þráðlaust net er í boði í öllu flugi, en sum svæði í Norður-Ameríku eru utan við þjónustusvæðið. Á myndinni hér til hægri má sjá yfirlit yfir þjónustusvæði þráðlausa netsins. Tengingin er virk allt flugið.