Pingdom Check
05/21/2017 | 12:00 AM

Icelandair tilkynnir um nýja, háhraðatengingu um borð

CARLSBAD, Calif., og REYKJAVÍK, Íslandi, 22. maí, 2017 ­– Icelandair, sem fagnar 80 ára afmæli sínu um þessar mundir, hefur lengi brúað bilið á milli Norður-Ameríku og Evrópu, með viðkomu á Íslandi. Í dag tilkynnti flugfélagið að það ætli að bjóða farþegum öflugustu og hröðustu tengingu við Internetið um borð í flugvél – yfir Atlantshafið þvert – þökk sé samningum sem gerðir hafa verið við nýjan tækniþjónustuaðila, ViaSat Inc. (NASDAQ: VSAT)

Til að hægt sé að koma þessari netupplifun til skila í 35.000 feta hæð mun Icelandair tengjast ViaSat-2 gervihnettinum, sem er talinn verða einn afkastamesti fjarskiptahnöttur á braut um jörðu þegar hann verður kominn á loft. Icelandair mun einnig mun nýta sér nýjustu kynslóð (Gen-2) af hugbúnaði frá ViaSat fyrir afþreyingarkerfi. Með því að nýta sér nýjustu framfarir í þróun á Interneti um borð hjá ViaSat, mun Icelandair geta boðið farþegum sínum um borð háhraða-Internet og streymiþjónustu.

„Icelandair heldur áfram að auka umfang sitt með fleiri flugum, flugvélum og betri þjónustu yfir Atlantshafið – fjárfesting okkar í þessari nýju tækni frá ViaSat mun gera okkur kleift að bjóða bestu upplifun af Interneti í háloftunum,“ segir Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair. „Þetta samstarf okkar við ViaSat gerir okkur kleift að hafa farþega okkar áfram í fyrirrúmi, og gefa þeim kost á að nota Internetið á þann hátt sem þeir sjálfir kjósa, með því að bjóða öflugt Internet sem þolir það að margir streymi kvikmyndir og þætti.“

Icelandair mun setja Internet- og afþreyingarþjónustu ViaSat upp í öllum 16 Boeing 737MAX vélar sínar og mun félagið sjálft standa fyrir breytingum. ViaSat mun viðhalda samfelldu og áreiðanlegu Interneti á öllum flugum Icelandair á milli 18 áfangastaða í Norður-Ameríku, Íslands og 25 annarra áfangastaða í Evrópu. Með því að nota Gen-2 hugbúnað ViaSat, sem hefur verið sérhannaður til að nýta sér til fulls þá miklu möguleika og afkastagetu sem ViaSat gervitunglið hefur yfir að ráða, mun Icelandair geta boðið farþegum sínum enn betri og hraðvirkari hágæðatengingu við Internetið og um leið mætt auknum kröfum fólks um gæði breiðbandstenginga í háloftunum.

„Þetta markar tímamót hjá ViaSat – þar sem þetta er fyrsta skipti sem okkar tæknilausn er notuð til að bjóða tengingu við Internet og streymi til farþega yfir Atlantshafinu,“ sagði Don Buchman, framkvæmdastjóri Commercial Mobility-deildar ViaSat. „Þetta er greinilega til marks um það hve langt Icelandair er tilbúið að ganga til að tryggja þægindi farþega og hollustu, á sama tíma og það sýnir hve mikið ViaSat hefur gert fyrir þennan geira á fáum árum og hve framarlega tenging við Internetið um borð í flugvélum er orðin í dag.“

Tæknileg útskýring

Til að ná fram þessari hágæðatengingu við Internetið eru farþegar tengdir beint við ViaSat-2-Ka-band gervihnattanet ViaSat (yfir Norður-Ameríku og Atlantshafi). Yfir Evrópu eru farþegar svo færðir yfir á tengingu við KA-SAT-netið, sem er háhraða Ka-band gervihnattanet sem er að hluta til í eigu ViaSat, í samstarfi við Eutelsat.

Framboð

Ráðgert er að uppsetning á búnaði ViaSat í flugvélum Icelandair hefjist í mars 2018 og standi til 2020.

Um Icelandair

Icelandair flýgur til 18 áfangastaða í Norður-Ameríku og meira en 25 áfangastaða í Skandinavíu, Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Icelandair er eina flugfélagið sem býður farþegum sínum að upplifa Icelandair Stopover í allt að sjö nætur, án þess að greiða meira fyrir flugfarið.

Um ViaSat

ViaSat, Inc. (NASDAQ: VSAT) sér um að tengja heiminn. Sem alþjóðlegt fjarskipta- og tæknifyrirtæki, tryggir ViaSat að neytendur, fyrirtæki, starfsfólk ríkja og hers, aðgang að fjarskiptum og samskiptaneti – hvar sem er – hvort heldur á jörðu niðri eða í háloftunum. Nýsköpun í hönnun afkastamikilla gervihnatta og uppbygginu öruggra grunninnviða og flugstöðvatækni á jörðu niðri, ásamt alþjóðlegu neti þráðlausra heitra reita, gerir ViaSat kleift að tryggja besta mögulega internettengingu, sem teygir sig lengra og er aðgengileg víðar en nokkur önnur breiðbandsþjónusta á heimsvísu býður. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu ViaSat: www.viasat.com, eða með því að fylgja fyrirtækinu á samfélagsmiðlum: FacebookTwitterLinkedIn og YouTube.