Pingdom Check
07/10/2019 | 9:37 AM

Milljónasti Saga Club félaginn

Skráðu þig í Icelandair Saga Club í dag og þú gætir orðið milljónasti Saga Club félaginn sem fær að launum 1.000.000 Vildarpunkta. 

Ertu nú þegar Saga Club félagi? Við metum tryggð þína og þú getur einnig átt von á því að vinna Vildarpunkta með því að skrá Saga Club númerið þitt á skráningarsíðu hér að neðan.

Saga Club félagar njóta fríðinda og sérstakra tilboða. Saga Silver og Saga Gold félagar, þeir félagar sem ferðast reglulega með Icelandair, njóta aukinna fríðinda. Með því að fljúga reglulega með Icelandair safnar þú bæði Vildarpunktum og Fríðindastigum fyrir hverja ferð, sama upphæð af hvoru. Fríðindastig segja til um hvers konar aðild þú nýtur. Því fleiri Fríðindastig sem þú safnar þá bætast við fríðindi með hverri aðild. Saga Silver og Saga Gold félagar njóta til dæmis fríðinda eins og uppfærslu á milli farrýma, aðgangs að Saga Lounge og betri stofum á erlendum flugvöllum, forgangsinnritun, aukinnar farangursheimildar og fleira. 

Hér eru nokkrir kostir þess að gerast félagi: 

  • Sértilboð fyrir Saga Club félaga svo sem fyrir flug með Icelandair og samstarfsflugfélögum, afsláttur af hótelbókunum, bílaleigum, vörum um borð og af veitingum á veitingahúsum Icelandairhótela. 
  • Þú safnar Vildarpunktum í hvert sinn sem þú flýgur með Icelandair og samstarfsflugfélögum
  • Þú safnar einnig punktum með samstarfsaðilum okkar, svo sem í gegnum kreditkort, hjá Olís, fyrir hótel og bílaleigubókanir og kaup um borð.
  • Þú getur notað punktana til að borga fyrir flug hjá Icelandair og samstarfsflugfélögum, hótel eða vörur og veitingar um borð.

Skráðu þig hér til þess að verða Saga Club félagi og eiga mögulega á því að verða milljónasti Saga Club félaginn okkar og vinna 1.000.000 Vildarpunkta.

Fyrir 1.000.000 Vildarpunkta gætir þú: 

  • Ferðast til Bandaríkjanna með fjögurra manna fjölskyldu í viku og einnig bókað hótelgistingu.
  • Flogið 12 sinnum í kringum Ísland með Air Iceland Connect
  • Flogið til Hawaii með Icelandair og samstarfsflugfélögum með fjögurra manna fjölskyldu
  • Keypt þónokkuð af vörur og veitingum um borð í ferðum þínum á árinu
  • Notið uppfærslu á milli farrýma, aukins fótarýmis ásamt þráðlausu neti um borð.

Ef þú ert nú þegar Saga Club félagi, þá getur þú einnig átt von á því að vinna Vildarpunkta. Skráðu Saga Club númerið þitt og netfangið þitt á skráningarsíðuna hér að neðan til þess að komast í pottinn um að verða einn af tíu heppnum Saga Club félögum sem vinnur 100.000 Vildarpunkta. 
Hér eru nokkrar leiðir til þess að njóta 100.000 Vildarpunkta: 

  • Notaðu punktana fyrir fyrir næsta ferðalag með því að bóka flug hjá Icelandair eða samstarfsflugfélögum svo sem Air Iceland Connect eða Alaska Airlines. 
  • Bókaðu hótelgistingu fyrir punktana þína
  • Njóttu punktana fyrir þónokkuð af vörum og veitingum um borð.
  • Notaðu punktana til þess að kaupa uppfærslu, þráðlaust net eða aukið fótarými um borð.

Taktu þátt hér fyrir möguleikann á því að vera einn af tíu heppnum Saga Club félögum sem vinnur 100.000 Vildarpunkta. 


Skilmálar

Icelandair Saga Club Gjafaleikur - Opinberar reglur
Engin þörf er á því að kaupa vörur eða þjónustu fyrir möguleiki á því að vinna Vildarpunkta. Með kaupum af einhverju tagi aukast ekki líkurnar á því að vera einn af vinningshöfunum. Ógilt þar sem bannað eða takmarkað er með lögum. 

I. LÝSING:
Icelandair Saga Club gjafaleikurinn hefst þann 9. júlí og lýkur þegar milljónasti Saga Club félaginn hefur skráð sig í Icelandair Saga Club. Gjafaleiknum er skipt í tvennt: 

1. Félaginn sem skráir sig í Icelandair Saga Club og verður milljónasti Saga Club félaginn mun hljóta 1.000.000 Vildarpunkta.

2. Tíu Saga Club félagar munu vinna 100.000 Vildarpunkta með því að taka þá í gjafaleiknum með því að skrá Saga Club númerið sitt og netfang á skráningarsíðunni.

Ábyrgðaraðili gjafaleiksins er Icelandair Saga Club. Með því að taka þátt í gjafaleiknum, samþykkir þáttakandi að fylgja þessum opinberu reglum gjafaleiksins og ákvörðunum ábyrgðaraðila, sem eru bindandi að öllu leyti. Ábyrgðaraðilinn er ábyrgur fyrir því að safna upplýsingum og skráningum og sjá um framkvæmd gjafaleiksins. Þáttakendur skulu leita til ábyrgðaraðila með spurningar eða vandamál sem koma upp í tengslum við gjafaleikinn. Hægt er að hafa samand hér á meðan á leiknum stendur.

II. HVERJIR GETA TEKIÐ ÞÁTT:
Einstaklingar sem eru 12 ára og eldri geta tekið þátt í gjafaleiknum. Einstaklingar sem eru undir 18 ára aldri verða að hafa samþykki foreldis eða forráðamanns við skráningu í Icelandair Saga Club og til þess að taka þátt í gjafaleiknum.
Með því að taka þátt í gjafaleiknum, þá er hver þáttakandi að samþykkja skilmála Icelandair Saga Club.

III. VERÐLAUN:
Aðalverðlaunin: Saga Club félaginn sem skráir sig og verður milljónasti Saga Club félaginn hlýtur 1.000.000 Vildarpunkta.
Önnur verðlaun: Tíu Saga Club félagar sem skrá sig verða dregnir út handahófskennt og vinna 100.000 Vildarpunkta. 

Ekki er hægt að breyta Vildarpunktum í peninga eða skipta út vinningshafa. Ef ekki er farið eftir opinberum reglum gjafaleiksins þá gæti vinningshafi átt von á því að missa verðlaunin sín.

IV. HVERNIG ER HÆGT AÐ TAKA ÞÁTT: 
Ef þú ert ekki nú þegar Saga Club félagi, þá getur þú skráð þig í Icelandair Saga Club fyrir möguleikann á því að verða milljónasti Saga Club félaginn og hljóta 1.000.000 Vildarpunkta. Við nýskráningu í Saga Club þá þarf að lesa og samþykkja persónuverndarskilmála Icelandair sem innihalda upplýsingar um hvernig Icelandair meðhöndlar persónupplýsingar. Félagar eiga alltaf kost á því að afþakka markaðsefni frá Icelandair. Félagar verða einnig að lesa og samþykkja skilmála Icelandair Saga Club. 

Ef þú ert nú þegar Saga Club félagi þá getur þú tekið þátt í gjafaleiknum með því að skrá Saga Club númerið þitt ásamt netfangi á skráningarsíðunni á meðan gjafaleikurinn er í gangi, til þess að eiga möguleika á því að verða einn af tíu heppnum Saga Club félögum sem vinnur 100.000 Vildarpunkta. 

Sjálfvirk eða tölvustýrðar skráningar sem gerðar eru af einstaklingum eða fyrirtækjum eru ekki leyfðar. Skráning verður að vera gerð af þáttakanda. Allar tilraunir þáttakanda til þess að setja inn fleiri en eina skráningu með því að nota mismunandi netfang, auðkenni, skráningarupplýsingar eða annað eru ekki leyfðar. Allir þáttakanendur skulu vera skráðir innan tímabilsins sem gjafaleikurinn er í gangi og gefur ábyrgðaraðilinn út tímarammann fyrir gjafaleikinn. 

V. VAL VINNINGSHAFA:  
Félaginn sem hlýtur 1.000.000 Vildarpunkta er sá félagi sem er milljónasti félaginn til þess að skrá sig í Icelandair Saga Club.
Félagarnir tíu sem vinna 100.000 Vildarpunkta verða valdir handahófskennt frá öllum fullgildum skráningum sem komu í gegnum skráningarsíðu á tímabilinu sem gjafaleikurinn var í gangi. Dregið verður eftir að milljónasti félaginn hefur skráð sig í Saga Club. Möguleikarnir á því að vinna fara eftir því hversu margir skrá sig með fullgilda skráningu. 

VI. TILKYNNING TIL VINNINGSHAFA: 
Vinningshöfum verður tilkynnt um vinninginn í gegnum það netfang sem gefið er upp í skráningunni um það bil viku eftir að milljónasti félaginn hefur skráð sig í Icelandair Saga Club og þegar búið er að draga úr þeim félögum sem skráðu sig fyrir að vinna 100.000 Vildarpunktar. Vinninghafar verð að samþykkja gjafapunktana í gegnum tölvupóstsamskipti innan við mánuð eftir skráningu. Ábyrgðaraðili er ekki ábyrgur fyrir því seinkun verði á tilkynningu eða mögulega berist ekki tilkynning til vinningshafans af einhverjum ástæðu, svo sem vegna óvirks netfangs, tæknilegra örðugleikra eða að vinninghafinn fylgist ekki með netfanginu sínu. 

Þeir vinningshafar sem svara ekki tölvupóstinum innan mánaðar missa því af gjafapunktunum. Vinningshafinn gæti verið beðinn um að skrifa undir og skila inn yfirlýsingu með upplýsingum að hann hafi haft heimild til að taka þátt í gjafaleiknum. Ekki er í boði að gefa vinninginn til annars félaga nema með samþykki ábyrgðaraðila. 

VII. FRIÐHELGI:
Farið verður með persónuupplýsingar sem gefnar eru upp af þáttakanda samkvæmt persónuverndarskilmálum Icelandair. Með því að taka þátt í gjafaleiknum þá gefa þáttakendur ábyrgðaraðila leyfi til þess að nota netföng og aðrar persónupplýsingar í markaðslegum tilgangi sem félaginn hefur nú þegar samþykkt með skráningu í Icelandair Saga Club. 

VIII. TAKMARKANIR:
Ábyrgðaraðili tekur enga ábyrgð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum frá þáttakendum eða öðrum ófyrirséðum atvikum sem kunna að hafa áhrif á þáttöku aðila í gjafaleiknum. Jafnframt áskilur ábyrgðaraðili sér rétt til þess að fresta eða fellur niður gjafaleikinn ef ófyrirséðar aðstæður eiga sér stað sem kunna að hafa áhrif á öryggi ábyrgðaraðila og þáttakenda eða sanngirni og heiðarleika gjafaleiksins.

IX. Ábyrgðaraðili: 
Nafn: Icelandair Saga Club
Heimilisfang: Reykjavikurflugvöllur
101 Reykjavik
Ísland
Sími: +354 5050 100