Pingdom Check
03/22/2018 | 12:00 AM

Við flytjum íslenska tónlist

Við hjá Icelandair elskum tónlist. Stuðningur okkar við íslenskt tónlistarlíf felst meðal annars í því að hjálpa tónlistarfólki frá Íslandi að komast til útlanda. Við stofnuðum líka einn þekktasta tónlistarviðburð landsins – Iceland Airwaves – þar sem áhugafólk um tónlist hvaðanæva að í heiminum kemur til Íslands til að upplifa það besta og ferskasta sem íslenska tónlistarsenan hefur upp á að bjóða.

Við styðjum einnig við Músíktilraunir en þar hafa margar af þekktustu hljómsveitum Íslands stigið sín fyrstu skref.

Iceland Airwaves

Icelandair stofnaði til tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves árið 1999 og er helsti bakhjarl hátíðarinnar. Í upphafi var markmið viðburðarins að kynna íslenskt tónlistarfólk fyrir erlendum plötuútgáfufyrirtækjum.

Á þeim tíma sem liðinn er frá fyrstu hátíðinni hefur Iceland Airwaves ekki aðeins orðið að helstu tónlistarhátíðinni á Íslandi heldur líka vettvangur fyrir nýja og ferska tónlist, og telst um leið í hópi árlegra merkisviðburða á sviði dægurtónlistar. Fjallað hefur verið um hátíðina í öllum helstu alþjóðlegu tónlistartímaritunum og má þar á meðal nefna Rolling Stone, Kerrang!, MOJO og NME, og hefur hátíðin verið kölluð „stærsta partýið á norðurhveli jarðar.“

Iceland Airwaves er tónlistarveisla sem beðið er með eftirvæntingu og um leið meðal viðamestu viðburða í nóvember ár hvert í Reykjavík. Hví ekki að skella sér í partýið.

Músíktilraunir

Á hverju ári gefum við ungu og upprennandi tónlistarfólki kost á því að láta ljós sitt skína á Músíktilraunum. Þar stígur tónlistarfólk á aldrinum 13 til 25 á svið og þreytir frumraun sína á opinberum vettvangi með það fyrir augum og komast í sviðsljósið og slá í gegn. Sigurvegarar Músíktilrauna sem og aðrir þátttakendur hafa oftar en ekki náð miklum vinsældum, ekki bara á Íslandi heldur einnig á alþjóðavettvangi.

Smelltu hér að neðan til að heyra í nokkrum af fyrri þátttakendum Músíktilrauna: