Pingdom Check

Flugnám á vegum Icelandair og PFA

Við hófum nýlega samstarf við flugskólann Pilot Flight Academy í Noregi.

Veturinn 2023-2024 verður boðið upp á flugnámsbraut í skólanum, sem byggir á þessu samstarfi.

Horft verður sérstaklega til nemenda sem ljúka þessari námsbraut við ráðningar hjá Icelandair.

Opið er fyrir umsóknir fram til 28. september 2023.

Hverjir geta sótt um?

Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • vera á aldrinum 18-30 ára
  • hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun
  • búa yfir góðri enskukunnáttu og íslenskukunnátta er æskileg

Nánari upplýsingar um námið