Pingdom Check

Þitt sæti á spennandi íþróttaviðburðum um allan heim

Við erum stoltur styrktaraðili Íslands um allan heim og höfum stutt hinar ýmsu íþróttagreinar með einum eða öðrum hætti í gegnum tíðina. Leiðakerfið okkar færir þig nær stórum viðburðum og við höfum einnig boðið upp á leiguflug í tengslum við stórmót. Þannig styðjum við í sameiningu íþróttafólkið okkar til dáða!

HM 2023 kvenna í handbolta

HM 2023 kvenna í handbolta verður haldið í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Stelpurnar okkar leika í D-riðli mótsins og verður hann leikinn í Stavanger í Noregi. Með Íslandi í riðli verða Frakkland, Slóvenía og Angóla.

Fáðu miða gefins!

Þau sem bóka flug með Icelandair til Stavanger í september (tengiflug um Osló eða Kaupmannahöfn) fá gefins miða á alla leikina í D-riðli. Ferðatímabilið er milli 25. nóvember og 10. desember.

Leikjadagskrá Íslands í D-riðli

30. nóvember: Ísland – Slóvenía

2. desember: Ísland – Frakkland

4. desember: Ísland – Angóla

Afhending miða

Það er auðvelt að fá miða á leikina afhenta eftir bókun:

  1. Sendu okkur tölvupóst á [email protected] og settu eftirfarandi upplýsingar í póstinn:
    bókunarnúmer, fjölda farþega og fyrirmæli um á hvaða netfang skuli senda miðana.

  2. Við sendum miðana á uppgefið netfang á rafrænu formi og þú byrjar að hlakka til ferðarinnar.

Athugaðu að miðar á leiki standa aðeins til boða ef bókað er fyrir lok september.

HM 2023 kvenna í handbolta verður haldið í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Stelpurnar okkar leika í D-riðli mótsins og verður hann leikinn í Stavanger í Noregi. Með Íslandi í riðli verða Frakkland, Slóvenía og Angóla.

Fáðu miða gefins!

Þau sem bóka flug með Icelandair til Stavanger í september (tengiflug um Osló eða Kaupmannahöfn) fá gefins miða á alla leikina í D-riðli. Ferðatímabilið er milli 25. nóvember og 10. desember.

Leikjadagskrá Íslands í D-riðli

30. nóvember: Ísland – Slóvenía

2. desember: Ísland – Frakkland

4. desember: Ísland – Angóla

,

Það er auðvelt að fá miða á leikina afhenta eftir bókun:

  1. Sendu okkur tölvupóst á [email protected] og settu eftirfarandi upplýsingar í póstinn:
    bókunarnúmer, fjölda farþega og fyrirmæli um á hvaða netfang skuli senda miðana.

  2. Við sendum miðana á uppgefið netfang á rafrænu formi og þú byrjar að hlakka til ferðarinnar.

Athugaðu að miðar á leiki standa aðeins til boða ef bókað er fyrir lok september.

,

EM kvenna 2022 í fótbolta fór fram í Englandi og við kynntum nýtt tákn til stuðnings íslenska kvennalandsliðsins. Tilgangur þess er að sýna liðinu stuðning, sem og öllum fótboltakonum innan íþróttarinnar. Hægt er að lesa meira um W táknið.

,

Íslenska kvennalandsliðið hefur staðið sig með eindæmum vel á síðastliðnum árum. Ákveðin kaflaskipti áttu sér stað árið 2008 þegar 10 leikmenn íslenska liðsins voru orðnir atvinnumenn. Liðið tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumeistaramótsins í Finnlandi, 2009 og þar með varð A-landslið kvenna fyrsta íslenska fótboltaliðið til að komast í lokakeppni stórmóts. 

Árið 2013 var einnig spennandi ár í fótbolta en þá tryggði landsliðið sér aftur sæti á EM og komust alla leið í 8-liða úrslit, en gestgjafar mótsins, Svíar, höfðu betur í það skiptið. Landsliðið okkar komst áfram á Evrópumótið í Hollandi árið 2017 en töpuðum sæti í 8-liða úrslitum í leik á móti Austurríki. 

,

Undanfarin ár hefur skapast hefð fyrir því að birta veglega kvikmyndaða auglýsingu þegar landslið Íslands í knattspyrnu halda á stórmót. Engin undantekning er á því í ár, og hafa efnistök auglýsinganna verið misjöfn en ávallt til þess fallnar að ýta undir stemningu og keppnisskap þjóðarinnar. 

Í ár var sú leið valin að hnýta aðeins í skipuleggjendur Evrópumeistaramótsins sem bjóða íslenska kvennalandsliðinu að leika á æfingavöllum í sínum riðli. Þetta útspil var harðlega gagnrýnt, ekki síst af sjálfum landsliðskonunum, og þótti undarlegt í ljósi þess að áhugi á kvennaknattspyrnu fer vaxandi á heimsvísu.

Skilaboð auglýsingarinnar þetta árið eru þau að það er sama hvar liðið okkar spilar – við munum koma með stuðninginn. Ekkert stoppar liðið okkar í því að mæta með sinn besta leik og ekkert stoppar stuðningsfólkið – íslensku þjóðina – frá því að mæta. Ekki einu sinni litlir vellir.