Pingdom Check

25% Vildarpunktaafsláttur til átta borga

Vildarkorthöfum Arion býðst nú 25% afsláttur þegar greitt er með Vildarpunktum, sama hvort greitt sé að fullu eða að hluta í punktum, fyrir flugbókun frá Íslandi til eftirtalinna áfangastaða: Amsterdam, Berlín, Boston, London, München, New York, Prag og Toronto.

Ferðatímabil: 1. apríl - 10. júní, 2024.

Sölutímabil: 14. & 15. febrúar, 2024.

Afslátturinn er í formi endurgreiðslu, þannig að Saga Club félaginn fær 25% Vildarpunkta endurgreidda inn á Saga Club reikninginn sinn innan 24 tíma frá bókun. Félagar geta til dæmis svo nýtt punktana á ferðalaginu fyrir veitingar eða internet um borð eða jafnvel til þess að kaupa ýmis gjafakort svo sem fyrir gistingu eða öðru á Saga Club reikningnum.

Hægt er að greiða með punktum eða öðrum greiðsluleiðum, en afslátturinn gildir einungis á þann hluta sem greiddur er með Vildarpunktum. Til þess að nota Vildarpunkta til þess að greiða fyrir flug, getur þú annað hvort skráð þig á Saga Club reikninginn þinn í bókunarflæðinu eða á greiðslusíðunni.

Athugaðu að ferðin skal hefjast frá Íslandi til þess að fá afsláttinn og að félagar safna einnig Vildarpunktum þegar þeir nota punkta.

Vildarpunktar og Fríðindastig - hver er munurinn?

Um Vildarpunkta

Félagar í Icelandair Saga Club safna Vildarpunktum þegar þeir kaupa vöru og þjónustu hjá Icelandair og hjá samstarfsaðilum okkar um allan heim.

Vildarpunktar gilda í allt að 4 ár. Hægt er að nota punkta til greiðslu fyrir flug, veitingar um borð, hótel, bílaleigubíla, gjafakort og margt fleira.

Um Fríðindastig

Alltaf þegar félagar í Saga Club safna Vildarpunktum með kaupum á flugi eða veitingum um borð, ávinna þeir sér samsvarandi upphæð Fríðindastiga.

Munurinn er sá að þú notar ekki Fríðindastigin, heldur safnast þau upp (þau fyrnast eftir 12 mánuði). Þegar tilskildum fjölda stiga er náð veita þau Saga Silver og svo Saga Gold aðild og þar með aukin fríðindi.