Hefur þig lengi langað til Norður-Ameríku, en ekki komið þér í það? Þá er stóra stundin runnin upp. Nú færðu tvöfalda Vildarpunkta og tvöföld Fríðindastig fyrir öll flug til allra áfangastaða okkar í Norður-Ameríku, bæði til Bandaríkjanna og Kanada.
Það eina sem þú þarft að gera er að setja inn Saga Club númerið þitt í bókunina. Að fluginu loknu færðu Vildarpunktana og Fríðinastigin inn á Saga Club reikninginn þinn ásamt tvöfölduninni.
Bókaðu núna og fljúgðu út í haust!
Bókunartímabilið er 2. til 9. ágúst, 2022.
Ferðatímabilið er frá 1. september til 30. nóvember, 2022.
Athugið að ferðin skal hefjast á Íslandi.
Vildarpunktar og Fríðindastig
Munurinn á Vildarpunktum og Fríðindagstigum er sá að Vildarpunktar eru til að nota og Fríðindastig eru til að njóta.
Hægt er að nota punkta til greiðslu fyrir flug og aðrar vörur, svo sem veitinga um borð, þráðlaust net, hótel, bílaleigubíl og margt fleira.
Fríðindastig segja til um hvers konar aðild félagar eru með í Icelandair Saga Club og þá hvers konar fríðinda félagar njóta hjá Icelandair.
Saga Club félagar safna jafnmörgum Vildarpunktum og Fríðindastigum fyrir flug með Icelandair. Hér er hægt að sja hversu mikið félagar safna fyrir flug með Icelandair.