Pingdom Check

Expedia er nýjasti samstarfsaðili okkar

Með samstarfi okkar við Expedia geta félagar í Icelandair Saga Club notað punktana sína til að greiða að hluta eða fullu fyrir ýmsa þjónustu á ferðalaginu: hótel, bílaleigubíla, flugrútu og fjölbreytta afþreyingu. Og ekki aðeins á áfangastöðum Icelandair heldur um allan heim!

hotel Created with Sketch.

1. Bókaðu

Bókaðu hótel, bílaleigubíl eða afþreyingu.

2. Safnaðu

Safnaðu 1 punkti fyrir hvern bandaríkjadal sem þú greiðir.

3. Breyttu ef þarf

Það er einfalt að gera breytingar í gegnum bókunarsíðu Expedia.

4. Njóttu ferðalagsins

Leggðu af stað í eftirminnilegt ævintýri!

Hvernig nota ég Vildarpunktana mína?

1. Opnaðu bókunarsíðuna Expedia og skráðu þig inn á Saga Club reikninginn þinn.

2. Leitaðu að hóteli, bílaleigubíl eða afþreyingu á hvaða áfangastað sem er.

3. Fylltu inn bókunarupplýsingar og veldu hvernig þú vilt greiða fyrir bókunina.

4. Þú safnar Vildarpunktum fyrir þann hluta bókunarinnar sem greiddur er með kreditkorti.

Safnaðu Vildarpunktum

Félagar safna 1 Vildarpunkti fyrir hvern greiddan Bandaríkjadal (1 USD).

Vildarpunktasöfnunin á aðeins við um þann hluta bókunarinnar sem greiddur er með kreditkorti.

Punktar eru skráðir á Saga Club reikninginn þinn innan 14 virkra daga eftir að þjónustu lýkur.

Aðstoð hjá Help Center

Ef þú þarft að breyta bókun eða afbóka, eða ef spurningar koma upp, er hægt að hafa samband við Help Center í gegnum bókunarsíðu Expedia.

Þú kemst í samband við Help Center með því að skrá þig inn á bókunarsíðu Expedia og smella á Support efst á síðunni.

Ef Vildarpunktarnir skila sér ekki á Saga Club reikninginn þinn, biðjum við þig að hafa samband við okkur og hafa afrit af bókunarstaðfestingu frá Expedia og kvittun fyrir greiðslu til reiðu svo við getum kannað málið.