Hafnarborgin Alicante liggur að Miðjarðarhafi og tilheyrir strandlengjunni Costa Blanca, „hvítu ströndinni“. Borgin býður upp á allt sem þarf fyrir rólegt frí eða skemmtilega borgarferð.
Í Alicante er hægt að finna afþreyingu fyrir alla aldurshópa, náttúrufegurð Miðjarðarhafsins, ríka sögu og fjölbreytilega menningu. Í nágrenni Alicante eru falleg þorp, skemmtilegir garðar, nokkrar mismunandi strendur og falleg náttúra. þar er einnig að finna úrval af verslunum, góðum veitingastöðum og mörkuðum af ýmsu tagi.
- Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.