Borgarferðir til LondonLondon sem er ein af merkustu borgum heims. Westminster, Covent Garden, Soho og Cambridge University eru nokkrar af ástæðunum fyrir því að þú verður að heimsækja London. | Icelandair
Pingdom Check
frá86.000 kr.

Borgarferðir til London sem er ein af merkustu borgum heims.

Heimsborgin yndislega, London, er þér kunnugleg hvort sem þú hefur heimsótt hana eða ekki. Andrúmsloft skemmtilegra sjónvarpsþátta leikur um þig og fyrirbæri á borð við svörtu leigubílana og rauðu tveggja hæða strætisvagnana auk frægra mannvirkja eru aðeins brot af því sem þú kannast við. Jafnframt þessu er London hlaðin framandi ævintýrum og er í raun margir ólíkir heimar. Mannlíf og menning hverfanna Covent Garden, Westminster, Soho og Notting Hill, - svo örfá séu nefnd -, er t.d. jafnfrábrugðið hvert öðru og ein stórborg er ólík annarri. Ferðamaður sem kemst í snertingu við þetta litríka mannhaf hverfur á vit ævintýranna.

Borgarferðir til London

Verð á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 86.000.-*
Verð á mann í einbýli í 3 nætur frá kr. 116.400.-*

Innifalið: Flug, gisting með morgunverði, flugvallarskattar og ein taska hámark 23kg ásamt 10kg handfarangurstösku.

Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í pakkaferð með Icelandair. Þú safnar 3400 punktum fyrir þessa ferð. 

Áður en haldið er af stað er gott að kynna sér skilmála pakkaferða og ef einhverjar spurningar vakna um pakkaferðir sem búið er að bóka er hægt að fylla út meðfylgjandi form.

*Uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu

Varstu ekki að leita að þessu?

Athugaðu hvort þessar pakkaferðir í svipuðum dúr eigi betur við þig!