Golfferðir til Tenerife
Hægt er að velja ótakmarkað golf daglega eða ótakmarkað golf annan hvern dag.
ATH. Eingöngu verða 18 holur opnar á Golf del Sur í haust og vetur, Norður og Links vellirnir. Suður völlurinn er tímabundið lokaður. Rástímar okkar eru oftast á bilinu 08.00-09.30 daglega.
Royal Tenerife Country Club er mjög hugguleg íbúðagisting á golfvellinum eða um 3 mín ganga að klúbbhúsinu. Á svæðinu er sundlaugarbar með veitingum, kaffihús og matvöruverslun. Hér er hægt að skoða myndband frá Royal Tenerife Country club.
Golfvöllurinn: Golf del Sur er einn af bestu golfvöllunum á Tenerife. Þar hafa verið haldin stórmót fyrir Evrópu túrinn sem er góður mælikvarði á gæðin. Það er einstaklega fallegt á Golf del Sur og frá klúbbhúsinu er stórkostlegt útsýni yfir hluta af vellinum og út á glitrandi hafið.
Golfvöllurinn er 18 holur með mismunandi einkennum. Heilmikið landslag og gil eru í sumum brautum og aðrar eru flatari en þær eiga það sameiginlegt að vera umkringdar pálmum og fallegum kaktusum. Brautirnar eru breiðar, flatirnar eru stórar og í glompunum er svartur sandur sem gerir völlinn öðruvísi og framandi.
Golf del Sur - sjá myndband
Golfbílar:
Golfbílar eru pantaðir og greiddir í golfskálanum á Golf del Sur:
sept. 2022 – venjulegt verð fyrir golfbíl (2 saman) fyrir 18 holur er 31 evrur. 5 hringja pakka tilboð fyrir VITAgolf farþega er 25 evrur fyrir 18 holur.
okt. 2022 til mars 2023 - venjulegt verð fyrir golfbíl (2 saman) fyrir 18 holur er 38 evrur. 5 hringja pakka tilboð fyrir VITAgolf farþega er 31 evrur fyrir 18 holur.
Golfkerrur daglega eru innifaldar í öllum okkar ferðum.
Ótakmarkað golf alla daga með kerru eða annan hvern dag nema komu og brottfarardagaFararstjórn (lágmark 16 manns).
Matur, drykkir og akstur til og frá flugvelli og að golfvellinum er ekki innifalinn.