Skíðaferðir til Innsbruck | Icelandair
Pingdom Check
FLUG
HÓTEL

Innsbruck

Innifalið í pakkanum

Icelandair logo
FLUG
Báðar leiðir
Flug báðar leiðirEconomy Standard
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun
HÓTEL
Hótel
hotel Created with Sketch. Skoðaðu úrval gististaða í bókunarvél
Verð fráVerð á mann m.v. 2 fullorðna
ISK 254.100

Mikið úrval skíðasvæða fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna

Innsbruck er höfuðborg Týról í Austurríki. Borgin er fimmta stærsta borg Austurríkis og búa þar um 127 þúsund manns. Borgin er hvað helst þekkt fyrir að vera mikill skíðabær og eru því vetraríþróttir mjög áberandi þar. Þar má nefna að eitt helsta skíðastökkmót Evrópu fer þar fram á hverju ári og hefur gert allt frá árinu 1952. Vetrarólympíuleikar hafa einnig verið haldnir í Innsbruck og nágrenni tvisvar sinnum. Borgin liggur við ána Inn í Ölpunum. Fjöll umliggja borgina, að norðan eru það Karwendelfjöllin. Stutt frá er jökullinn Stubai sem er í 3210 m. hæð.

Nálægt Innsbruck má finna fjöldann allan af frábærum skíðasvæðum eða um 300 km af fjölbreyttum skíðabrautum á mismunandi erfiðleikastigum. Öll aðstaða er í hæsta gæðaflokki og hentar því öllum á hvaða aldri sem er.

Á meðal þekktra skíðasvæða má nefna:

Sölden sem er vel þekkt skíðasvæði og er aðeins í um 84 km. fjarlægð frá Innsbruck. Skíðabærinn er einn þekktasti skíðastaður Alpanna ásamt því að vera einn vinsælasti ferðamannastaður í Týról. En  skíðasvæðið er staðsett við tvo jökla og hefur fjöldann allan af snjóbyssum er þar því nánast alltaf nægur snjór. Brekkurnar bjóða upp á fjölbreytt úrval bæði fyrir byrjendur og lengra komna og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Hægt er að skíða í allt að 3340 metra hæð.

Önnur vinsæl skíðasvæði nálægt Innsbruck eru m.a. Ski Juwel Alpbachtal Wildschönau sem þykir afar fjölskylduvænt og þorpið Söll. Ekki má gleyma að nefna skíðasvæðin Kizbüel, Lech og St. Anton þau eru í 100 km. fjarlægð frá Innsbruck flugvelli.

Vert er að taka fram að það er ekki fararstjóri á svæðinu en hægt er að hafa samband við Icelandair VITA ef eitthvað kemur upp á. Ekki eru í boði akstur til og frá flugvelli en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi. 

Ath. Allir skíðafarþegar VITA fá 20% afslátt hjá Everest ferða- og útvistaverslun ef keyptur er skíðabúnaður eða skíðafatnaður, með því að framvísa staðfestingu á skíðabókun frá VITA fyrir veturinn 2023-2024. Verslunin er staðsett í Skeifan 6, 108 Reykjavík

fráISK 254.100 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu