Pingdom Check

Nýr áfangastaður!

Platja d´Aro er hjarta Costa Brava. Costa Brava eða "villta ströndin" er nátturuperla sem margir Íslendingar eiga enn eftir að upplifa.

Platja d´Aro strandbærinn býður upp á allt sem þarf fyrir gott frí: 2 km standlengju og jafnlanga verslunargötu með öllum helstu verslunum eins og Mango, Bershka, Stradivarius, Massimo Dutti og Kiko svo eitthvað sé nefnt, veitingastöðum, börum og diskótekum. Bærinn er aðallega heimsóttur af Spánverjum, Frökkum, Þjóðverjum, Belgum og Hollendingum sem flestir koma keyrandi yfir landamærin. Það eru um 120 km frá flugvellinum í Barcelona til Platja d’Aro og ekið er í norðurátt þaðan. Aksturinn tekur u.þ.b. klukkustund og 20 mínútur.

Ýmsa skemmtilega afþreyingu má finna í Platja d’Aro fyrir utan að njóta sólarinnar og strandanna, í bænum er líka vatnsgarðurinn "Aquadiver Parc" þar sem finna má fjölbreyttar sundlaugar og rennibrautir af öllum stærðum og gerðum. Um 10 mínútna akstur er þangað frá miðbænum.

Fyrir þá sem vilja hreyfa sig aðeins mælum við með að ganga strandstíginn austur af Platja d´Aro ströndinni. Þar er hægt að skoða um 9 strandvíkur áður en komið er í strandbæinn Sant Antonio de Calonge.

Fyrir tónlistaráhugafólk bendum við á ókeypis Jazz tónleika á ströndinni, vikulega í júní, júlí og ágúst, yfirleitt á fimmtudagskvöldum.

Við mælum eindregið með að þeir sem hyggjast heimsækja Costa Brava séu með bílaleigubíl amk hluta af tímanum og skoði bæði nærliggjandi standþorp eins og Llafranc, Calella de Palafrugell og Tamariu sem og sögufræg þorp inn í landi eins og Pals, Begur og Peratallada. Dalí safnið í Figueres er einnig í seilingarfjarlægð (73 km). Eftir safnið er tilvalið að fara í vínsmökkun í Perelada eða áfram til Cadaqués og Port Lligat (strandbæir) þar sem Dalí bjó.

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun

Hótel

Skoðaðu úrval gististaða í bókunarvél

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld

Gististaðir

fráISK 99.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu