Pingdom Check

Njóttu þín í góðum félagsskap og dekraðu við þig í fallegu umhverfi

Skíðaganga nýtur vaxandi vinsælda og í dag má segja að íþróttin sé ein vinsælasta vetraríþrótt Íslendinga.

Sigló hótel býður upp á skíðagöngunámskeið á Siglufirði í vetur. Um er að ræða þriggja daga námskeið undir handleiðslu reynslumikils skíðagöngufólks og hentar námskeiðið byrjendum jafnt sem lengra komnum. Undanfarin ár hafa skíðagöngu námskeiðin selst upp á skömmum tíma.

Umvafinn einstakri náttúrufegurð, með brött fjöllin sem mynda Siglufjörð, jafnast ekkert á við að njóta þess að vera í náttúrunni í firðinum. Siglfirsku alparnir skarta sínu fegursta þegar snjórinn liggur yfir. Að loknum góðum degi á skíðum er ekkert betra en að skella sér í heita pottinn og saunu á Sigló hótel og fá sér drykk við heitan arininn í arinstofunni. Njóttu þín í góðum félagsskap og dekraðu við þig í fallegu umhverfi.

Innifalið í pakkaferðinni:

Flug til og frá Akureyri, skattar og gjöld, innrituð taska (20kg), innrituð skíði, handfarangur (6kg) og námsskeiðspakkinn.

Farþegar koma sér sjálfir til og frá flugvelli á Akureyri. Í boði er að bæta við bílaleigubíl í bókunarferlinu.

Innifalið í námskeiðspakkanum:

Gisting í tvær nætur á Sigló Hótel og námskeiðspakkinn. Sjá dagskrá.

Dagsetningar í boði: 2.-4.febrúar, 16.-18.febrúar, 1.-3.mars og 8.-10.mars 2024

Dagskrá á Siglufirði: Skíðagönguævintýri og gisting á Sigló Hótel, ásamt því sem er innifalið.

Föstudagur

Innritun eftir kl. 15:00

Fundur með þjálfurum seinnipartinn í fundarsal

Seinnipartsæfing

Þriggja rétta kvöldverður á Sunnu á Sigló Hótel

Laugardagur

Morgunverður

Skíðaæfing fyrir hádegi

Hádegisverður á Sunnu á Sigló Hóteli

Skíðaæfing eftir hádegi

Aprés ski á Sigló Hótel

Frjáls tími, pottar, sauna og kósýheit

Þriggja rétta kvöldverður á Sunnu á Sigló Hótel

Sunnudagur

Morgunverður

Skíðaæfing fyrir hádegi

Hádegisnesti og útritun af hóteli

Atriði sem þarf að hafa í huga

  • Þátttakendur þurfa að mæta með eigin búnað (gönguskíði, stafi, skó og fatnað)
  • Aðstaða til að geyma skíðin er á hótelinu, þau sem eru með áburðarskíði, sjá sjálf um að bera á skíðin
  • Sé áhugi á að leigja skíðabúnað bendum við á að hafa samband við Sóta Travel [email protected]
  • Farþegar koma sér sjálfir til og frá Siglufirði. Flugið er til Akureyrar
  • Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim
  • Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Innifalið í pakkanum

fráISK 126.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu