Pingdom Check

Frábært fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna

Skíðagöngunámskeið á Húsavík með Auði Kristínu Ebenezerdóttur og Óskar Jakobsson sem eru þaulreyndir skíðagönguþjálfarar og leiðbeinendur.

Skíðagöngunámskeiðin verða frá föstudegi til sunnudags helgarnar 1.-3. mars og 8.-10. mars í samstarfi við skíðakennarana Auði Kristínu Ebenezerdóttur og Óskar Jakobsson en þau eru þaulreyndir skíðagönguþjálfarar og leiðbeinendur. Æfingar fara fram á skíðasvæði Húsavíkur á Reykjaheiði sem er rétt vestan Höskuldsvatn í um 7 km. fjarlægð frá Húsavík. Alls verða fjórar æfingar; ein á föstudeginum, tvær á laugardeginum og ein á sunnudeginum. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir alla.

Innifalið í pakkaferðinni:

Flug til og frá Akureyri, skattar og gjöld, innrituð taska (20kg), innrituð skíði, handfarangur (6kg) og námsskeiðspakkinn á Húsavík (sjá hér að neðan).

Farþegar koma sér sjálfir til og frá flugvelli á Akureyri. Í boði er að bæta við bílaleigubíl í bókunarferlinu.

Innifalið í námskeiðspakkanum:
 • Gisting í tvær nætur með morgunverði á Fosshótel Húsavík sem er vel útbúið og frábærlega staðsett hótel í hjarta Húsavíkur. Í göngufæri við höfnina og aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá skíðasvæðinu og GeoSea sjóböðunum þar sem þú nýtur náttúrunnar á einstakan hátt.

 • Skíðagöngunámskeið alla þrjá dagana (akstur til og frá æfingastað er ekki innifalinn)
 • Kennsla í umhirðu búnaðar
 • Tveggja rétta kvöldverður föstudagskvöld
 • Hádegisverður laugardag og þriggja rétta kvöldverður laugardagskvöld
 • Aðgangur í Sjóböðin í eitt skipti að eigin vali föstudag til sunnudags
Gott að vita:
 • Hvað skal koma með: Gönguskíði, stafi, skó, útivistarfatnað og góða skapið.
 • Þjálfarar munu miðla upplýsingum um hvaða búnað er gott að hafa á námskeiðinu. Þátttakendur fá boð eitt kvöld í febrúar að mæta í Útilíf og fá fræðslu um búnað. Verður auglýst síðar.
 • Þáttakendur þurfa að mæta með eigin búnað (gönguskíði, stafi, skó og fatnað).
 • Farþegar koma sér sjálfir til og frá flugvelli á Akureyri. Í boði er að bæta við bílaleigubíl í bókunarferlinu.
 • Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim
 • Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Innifalið í pakkanum

fráISK 102.000 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu