Miðlun fyrir flug
Flestar ferðir byrja á veraldarvefnum. Umtalsvert magn farmiða er selt á vefsíðu Icelandair. Þegar viðskiptavinir hafa bókað flugfar eru gefnir út svokallaðir "E-miðar" og þeir sendir rafrænt til farþega með staðfestingarpósti. Áminningarpóstur er síðan sendur 7 dögum fyrir brottför. Náðu athygli farþega strax við upphaf ferðar.
- E-miði: E-miðinn er staðfesting á ferðaáætlun. Þar er tækifæri til að vekja áhuga farþega strax með upplýsingum um áfangastaðinn. Allir rafrænt bókaðir farþegar sem ferðast til, frá eða um Ísland fá E-miðann sendan á netfang við bókun.
- Áminningarpóstur (Pre-flight Email): Áminningarpósturinn er sendur 7 dögum fyrir brottför og er kjörin leið til markaðssetningar á vöru og þjónustu. Pósturinn er sendur á nafn farþega með upplýsingum um flugið, áfangastaðinn og margt fleira.