Auglýsingar hjá Icelandair | Icelandair
Pingdom Check

Auglýsendur og kynningarefni

Auglýsendur geta haft áhrif á kauphegðun farþega í auglýsingamiðlum Icelandair. Yfir 90% af farþegum eru eldri en 25 ára og með góða kaupgetu. Auglýsingin þín getur birst farþegum frá fyrstu heimsókn á heimasíðu Icelandair og þar til gengið er frá borði á áfangastað. Hér getur þú skoðað auglýsingabæklinginn okkar.

Miðlun fyrir flug

Flestar ferðir byrja á veraldarvefnum. Umtalsvert magn farmiða er selt á vefsíðu Icelandair. Þegar viðskiptavinir hafa bókað flugfar eru gefnir út svokallaðir "E-miðar" og þeir sendir rafrænt til farþega með staðfestingarpósti. Áminningarpóstur er síðan sendur 7 dögum fyrir brottför. Náðu athygli farþega strax við upphaf ferðar.

  • E-miði: E-miðinn er staðfesting á ferðaáætlun. Þar er tækifæri til að vekja áhuga farþega strax með upplýsingum um áfangastaðinn. Allir rafrænt bókaðir farþegar sem ferðast til, frá eða um Ísland fá E-miðann sendan á netfang við bókun.
  • Áminningarpóstur (Pre-flight Email): Áminningarpósturinn er sendur 7 dögum fyrir brottför og er kjörin leið til markaðssetningar á vöru og þjónustu. Pósturinn er sendur á nafn farþega með upplýsingum um flugið, áfangastaðinn og margt fleira.
  • Innritunarpósturinn: Auglýsingin þín er vel staðsett á einu mikilvægasta ferðaplaggi Icelandair. 

Miðlun um borð

Lengd flugferða og nánd farþega við auglýsingamiðlana hefur þau áhrif að farþegar eru móttækilegir og muna frekar auglýsingarnar sem þeir sjá um borð. Það hefur áhrif á kauphegðun þeirra. Hér getur þú kynnt þeir auglýsingamiðla okkar um borð.

  • Afþreyingarkerfi Icelandair: Er afþreyingarkerfi Icelandair útbreiddasta sjónvarpsstöð Íslendinga? Í flugvélum Icelandair er afþreyingarkerfi með 150 klukkustundum af skemmtiefni þar sem auglýsendur eru í kjörstöðu til að tengjast farþegum með leiknu myndefni. Auglýsingar birtast farþegum í brottfararkynningunni og þegar valið er að hefja notkun afþreyingarkerfisins. Einnig eru kynningarmyndbönd í „Promos“ og í „Unique Iceland“ sem eru þeir þættir afþreyingarkerfisins sem fá mest áhorf. Hér getur þú skoðað verðskrá fyrir auglýsingar fyrir brottför og í afþreyingarkerfinu.
  • Höfuðpúðar: Auglýsing sem prentuð er á leðurhlíf á höfuðpúðum er í sjónlínu allra farþega Icelandair meðan á ferðalaginu stendur.
  • Bæklingar: Bæklingurinn frá þér er í sætisvösum þar sem farþegar geta kynnt sér spennandi upplifun, vörur og viðburði áfangastaðarins meðan á flugi stendur. Að flugi loknu geta farþegar tekið bæklinginn með sér.
  • Icelandair Stopover / Saga Shop Collection: Blaðinu er dreift á þriggja mánaða fresti. Icelandair Stopover inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar og Saga Shop sýnir þær vörur sem eru til sölu um borð. Hér getur þú skoðað verðskrá fyrir Icelandair Stopover.