Áætlun um ábyrgð | Icelandair
Pingdom Check

Stefna í samfélagsábyrgð

Árið 2019 var ný stefna Icelandair kynnt til sögunnar. Eitt af þeim fimm markmiðum sem fyrirtækið setur sér fyrir árið 2025 er að verða leiðandi afl þegar kemur að því að axla samfélagslega ábyrgð. Ábyrgð er því lykilstef í þeirri áætlun sem nú er unnið eftir. Stefnan í heild sinni hverfist um arðbærni, sjálfbæran vöxt, og ábyrgð.

Út frá þessum grunni þróaði Icelandair árið 2019 nýja stefnu um sjálfbærni, þar sem tekið er mið af Sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Sjálfbærnimarkmiðin hafa orðið að sameiginlegum útgangspunkti ríkisstjórna, samfélaga og fyrirtækja um allan heim til að vinna að aukinni sjálfbærni í framtíðinni. Við þróun hinnar nýju stefnu, áttum við ítarlegar umræður við hagsmunaaðila, skoðuðum hvaða leiðir önnur flugfélög hafa farið í sinni stefnumótun, og gerðum greiningu á bæði jákvæðum og neikvæðum áhrifum Icelandair á Sjálfbærnimarkmiðin.

Málefni til hagsbóta fyrir Icelandair og samfélagið

 • Sköpum störf og styrkjum þannig efnahagslífið
 • Leggjum áherslu á að lágmarka loftslagsáhrif
 • Stuðlum að breytingum með ábyrgri aðfangakeðju
 • Stuðlum að jafnrétti kynjanna

Leiðarstef í ábyrgum viðskiptaháttum

 • Heilsa, öryggi og umhverfi
 • Mannréttindi og fjölbreytileiki
 • Siðferði í viðskiptum og aðgerðir gegn spillingu
 • Orkunýting og endurnýjanleg orka

Málefni í brennidepli og meginmarkmið

Í samráði við allar þær einingar sem starfa hjá Icelandair, höfum við valið að leggja áherslu á fjögur Heimsmarkmið. Þetta eru þau svið þar sem Icelandair getur látið að sér kveða til hagsbóta bæði fyrir fyrirtækið og samfélagið í heild.

Draga úr losun koltvísýrings

 • Minnka losun koltvísýrings af völdum flugs um 20%.
 • Minnka losun koltvísýrings af völdum ökutækja til notkunar á landi um 40%.

Stuðla að jafnrétti kynjanna

 • Tryggja jafnt kynjahlutfall á meðal stjórnenda félagsins – hlutfall karla eða kvenna verði ekki undir 40% árið 2025.
 • Fjölga stöðugildum kvenflugmanna um 25% miðað við núverandi stöðu.
 • Fjölga stöðugildum karl flugþjóna um 25% miðað við núverandi stöðu.
 • Fjölga konum í störfum flugvirkja með því að kynna flugvirkjastörf- og nám fyrir stúlkum.

Við viljum tryggja að aðfangakeðja fyrirtækisins sé ábyrg

 • Gera áhættumat á þeim 100 birgjum sem við skiptum mest við og grípa til aðgerða í samræmi við niðurstöður fyrir árslok 2020.
 • Tryggja að siðareglur fyrir birgja og þjónustuaðila verði orðið hluti af öllum samningum fyrir árslok 2021.
 • Gera áhættumat á öllum birgjum sem við eigum í verulegum viðskiptum við og grípa til aðgerða í samræmi við niðurstöður fyrir árslok 2021.

Styðja við íslenskt efnahagslíf

 • Kortleggja framlag Icelandair Group til íslenska efnahagslífsins.