Pingdom Check

Stefna í samfélagsábyrgð

Flugsamgöngur í eðli sínu tengja saman fólk, menningu og auðvelda alþjóðleg samskipti, viðskipti og flutninga. Fyrir eyju í miðju Atlantshafi eru flugsamgöngur grundvöllur sambands við umheiminn og viðheldur góðum lífsgæðum. Sem leiðandi flugfélag á Íslandi og mikilvægur vinnuveitandi tekur samstæðan ábyrgð sína gagnvart hagaðilum eins og starfsmönnum, viðskiptavinum, hluthöfum, umhverfinu, samfélaginu og íslenska hagkerfinu mjög alvarlega.

Stefna félagsins í samfélagábyrgð byggir á fjórum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en þau hafa markað sér sess sem sameiginlegt tungumál stjórnvalda og atvinnulífs til þess að stuðla í sameiningu að sjálfbærri framtíð.

Málefni til hagsbóta fyrir Icelandair og samfélagið

 • Sköpum störf og styrkjum þannig efnahagslífið
 • Leggjum áherslu á að lágmarka loftslagsáhrif
 • Stuðlum að breytingum með ábyrgri aðfangakeðju
 • Stuðlum að jafnrétti kynjanna

Leiðarstef í ábyrgum viðskiptaháttum

 • Heilsa og öryggi farþega og starfsmanna
 • Mannréttindi og fjölbreytileiki
 • Siðferði í viðskiptum og aðgerðir gegn spillingu
 • Umhverfismál

Málefni í brennidepli og meginmarkmið

Í samráði við allar þær einingar sem starfa hjá Icelandair, höfum við valið að leggja áherslu á fjögur Heimsmarkmið. Þetta eru þau svið þar sem Icelandair getur látið að sér kveða til hagsbóta bæði fyrir fyrirtækið og samfélagið í heild.

Draga úr losun koltvísýrings

 • Minnka losun koltvísýrings af völdum flugs um 20%.
 • Minnka losun koltvísýrings af völdum ökutækja til notkunar á landi um 40%.

Stuðla að jafnrétti kynjanna

 • Tryggja jafnt kynjahlutfall á meðal stjórnenda félagsins – hlutfall karla eða kvenna verði ekki undir 40% árið 2025.
 • Fjölga stöðugildum kvenflugmanna um 25% miðað við núverandi stöðu.
 • Fjölga stöðugildum karl flugþjóna um 25% miðað við núverandi stöðu.
 • Fjölga konum í störfum flugvirkja með því að kynna flugvirkjastörf- og nám fyrir stúlkum.

Við viljum tryggja að aðfangakeðja fyrirtækisins sé ábyrg

 • Gera áhættumat á þeim 100 birgjum sem við skiptum mest við og grípa til aðgerða í samræmi við niðurstöður fyrir árslok 2020.
 • Tryggja að siðareglur fyrir birgja og þjónustuaðila verði orðið hluti af öllum samningum fyrir árslok 2021.
 • Gera áhættumat á öllum birgjum sem við eigum í verulegum viðskiptum við og grípa til aðgerða í samræmi við niðurstöður fyrir árslok 2021.

Styðja við íslenskt efnahagslíf

 • Kortleggja framlag Icelandair Group til íslenska efnahagslífsins.