Pingdom Check

Baltimore BWI Marshall Airport (BWI)

Um flugvöllinn

Heimilisfang flugvallar: 7050 Friendship Rd, Baltimore, MD 21240

BWI Marshall Airport (BWI) er staðsettur við Baltimore-Washington Parkway, 14.5 km suður af miðbæ Baltimore og um 51 km norðaustur af höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC. Flugvöllurinn er nefndur eftir Thurgood Marshall, innfæddum Baltimore-búa sem varð fyrsti afrískættaði Ameríkaninn til að gegna embætti við Hæstarétt Bandaríkjanna.

Icelandair á Baltimore BWI Marshall Airport

Flugstöð (terminal): Concourse E
Umboðsaðili: Menzies Aviation
Innritun opnar: 3,5 klst. fyrir brottför
Innritun lokar: 1 klst. fyrir brottför
Hliðið lokar: 15 mínútum fyrir brottför
Hraðleið í gegnum öryggisleit: Ekki í boði

Upplýsingar um betri stofu

Sem stendur bjóðum við ekki aðgang að betri stofu á BWI Marshall Airport.