Orlando International Airport upplýsingar | Icelandair
Pingdom Check

Orlando International Airport (MCO)

Um flugvöllinn

Heimilisfang flugvallar: 1 Jeff Fuqua Blvd, Orlando, FL 32827
Orlando International Airport teygir sig yfir rúmlega 5300 hektara landsvæði sem gerir hann að þriðja stærsta flugvelli Bandaríkjanna að flatarmáli. Flugvöllurinn státar af góðri farþegaaðstöðu og er á góðum stað, eða um 9 mílur/14.5 km suðaustur af Orlando. Flugstöðin sjálf er þægileg fyrir ferðamenn og eru samgöngur til og frá flugvellinum auðveldar sökum miðlægrar staðsetningar hans. Á meðan beðið er eftir fluginu er einnig hægt að skoða urmulinn allan af skemmtilegum listaverkum sem flugvöllurinn hefur sankað að sér í gegnum tíðina.

Icelandair á Orlando International Airport

Flugstöð (terminal): Terminal C
Umboðsaðili: Triangle Aviation Services
Innritun opnar: 3,5 klst. fyrir brottför
Innritun lokar: 1 klst. fyrir brottför
Hliðið lokar: 15 mínútum fyrir brottför
Hraðleið í gegnum öryggisleit: Ekki í boði

Upplýsingar um betri stofu

Plaza Premium Lounge, Terminal C
Opið milli 12:00 - 21:00 alla daga vikunnar.