Brottfararstofa með útsýni
Njóttu þess að slaka á í Saga Lounge á Keflavíkurflugvelli fyrir flugið þitt. Stílhrein hönnun betri stofu Icelandair er innblásin af tærri, íslenskri náttúru og hlýlegri gestrisni Íslendinga. Vertu eins og heima hjá þér – við tökum vel á móti þér.
Opnunartími Saga Lounge er 05:00 - 17:00.
Stórbrotið útsýni er úr Saga Lounge yfir Reykjanes, Faxaflóa og allt vestur til Snæfellsjökuls á heiðskírum degi.
Í Saga Lounge bjóðum við upp á úrval gómsætra rétta, notalegan arin til að hreiðra um sig við og þægilega legubekki þar sem er hægt að næla sér í ljúfan lúr. Mættu snemma í flugið. Þín bíða gæðastundir í Saga Lounge.
Saga Gold félögum, Saga Silver félögum sem eru með aðgang að Saga Lounge býðst að bjóða með sér einum gesti í Saga Lounge gegn greiðslu.
Farþegar sem hafa aðgang að Saga Lounge gegnum kreditkort, geta boðið með sér einum gesti gegn gjaldi.