Pingdom Check

Brottfararstofa með útsýni

Njóttu þess að slaka á í Saga Lounge á Keflavíkurflugvelli fyrir flugið þitt. Stílhrein hönnun betri stofu Icelandair er innblásin af tærri, íslenskri náttúru og hlýlegri gestrisni Íslendinga. Vertu eins og heima hjá þér – við tökum vel á móti þér.

Opnunartími Saga Lounge er 05:00 - 17:00

Stórbrotið útsýni er úr Saga Lounge yfir Reykjanes, Faxaflóa og allt vestur til Snæfellsjökuls á heiðskírum degi.

Í Saga Lounge bjóðum við upp á úrval gómsætra rétta, notalegan arin til að hreiðra um sig við og þægilega legubekki þar sem er hægt að næla sér í ljúfan lúr. Mættu snemma í flugið. Þín bíða gæðastundir í Saga Lounge.

Saga Gold félögum, Saga Silver félögum sem eru með aðgang að Saga Lounge býðst að bjóða með sér einum gesti í Saga Lounge gegn greiðslu.

Farþegar sem hafa aðgang að Saga Lounge gegnum kreditkort, geta boðið með sér einum gesti gegn gjaldi, á meðan húsrúm leyfir. Athugið að það gætu verið dagar þar sem ekki er í boði að kaupa aðgang fyrir gest.

Kynntu þér aðgangsreglur Saga Lounge (PDF)

Endurnærandi dvöl

Saga Lounge er sannkölluð vin á flugvellinum, upplagður staður til að hvílast á og endurnærast. Hvort sem það er hressandi sturta, næringarrík máltíð eða næði sem þú þarft þá er betri stofa Icelandair rétti staðurinn.

Icelandair Saga Lounge er opin fyrir öll Icelandair flug. 

Flugfélög sem yfirleitt bjóða farþegum sínum aðgang að Icelandair Saga Lounge, gætu hafa breytt aðgangsreglum sínum tímabundið. Við mælum með því að farþegar athugi með aðgang að Icelandair Saga Lounge hjá flugfélaginu sem þeir fljúga með.

Til að fá aðgang að Saga Lounge þurfa farþegar / korthafar og aðrir gestir að framvísa brottfararspjaldi fyrir áætlunarflug með Icelandair eða leiguflug með Icelandair.

Vinsamlegast athugið að matur og drykkur sem gestum stendur til boða skal neyta í Saga Lounge.

Þjónusta

  • 1350 m2 af þægindum og munaði
  • Stílhrein, norræn hönnun
  • Gómsætar máltíðir
  • Stórbrotið útsýni
  • Þægilegir legubekkir
  • Notalegur arineldur
  • Sturtur (sápa og handklæði á staðnum)
  • Þráðlaust net án endurgjalds
  • Skiptiaðstaða
  • Barnahorn