Pingdom Check

Stockholm Arlanda Airport (ARN)

Um flugvöllinn

Heimilisfang flugvallar: 190 45 Stockholm-Arlanda
Stockholm Arlanda Airport er alþjóðlegur flugvöllur sem er 42 km (26 mílur) norður af Stokkhólmi og 31 km (20 mílur) suður af Uppsölum. Arlanda er stærsti flugvöllurinn í Svíþjóð og með þeim stærstu í Evrópu. Fjórar flugstöðvar eru á flugvellinum. Flugstöðvar 5 og 2 eru fyrir alþjóðlegt flug en innanlandsflug fer fram frá flugstöðvum 3 og 4.

Icelandair á Stockholm Arlanda Airport

Flugstöð (terminal): T5
Umboðsaðili: SGH (SAS ground handling)
Innritun opnar: 3 klst. fyrir brottför
Innritun lokar: 40 mínútum fyrir brottför fyrir farþega með innritaðan farangur
Hliðið lokar: 15 mínútum fyrir brottför
Hraðleið í gegnum öryggisleit: Í boði

Upplýsingar um betri stofu

Icelandair Saga Class farþegar og Saga Gull korthafar: SAS lounge terminal 5. Opið frá 05:30 - 22:30.
Saga Silfur korthafar: Menzies Lounge