Vancouver International Airport (YVR)
Um flugvöllinn
Vefsíða: http://www.yvr.ca
Heimilisfang flugvallar: 3211 Grant McConachie Way, Richmond, BC V7B 0A4
Vancouver International Airport er staðsettur á Sea Island í Richmond, British Columbia, Canada, um 12 km frá miðbæ Vancouver. Flugvöllurinn þykir einkar þægilegur og gott er að ferðast um hann. Því til staðfestingar hefur hann unnið til ýmissa verðlauna í gegnum tíðina. Vancouver International Airport gegnir einnig veigamiklu hlutverki sem höfn á milli Kanada og Asíu.
Icelandair á Vancouver International Airport
Flugstöð (terminal): International terminal
Umboðsaðili: Swissport
Innritun opnar: 3 klst. fyrir brottför
Innritun lokar: 1 klst. fyrir brottför
Hliðið lokar: 15 mínútum fyrir brottför
Hraðleið í gegnum öryggisleit: Ekki í boði
Upplýsingar um betri stofu
Plaza Premium Lounge
Staðsetning: International Departures, 3. hæð
Opnunartími: 08:30-01:30 sun-fös., 08:30-00:00 lau.
Eftirfarandi er til staðar í betri stofu: matur og drykkur, setustofa, netaðgangur, alþjóðleg blöð og tímarit, alþjóðlegar sjónvarpsstöðvar, upplýsingar um flug, töskugeymsla, sturtur.