Ferðatilkynningar
Hér munu birtast mikilvægar upplýsingar og ferðatilkynningar frá Icelandair.
Hér munu birtast mikilvægar upplýsingar og ferðatilkynningar frá Icelandair.
Vegna óveðurspár í Keflavík ráðleggur Icelandair öllum viðskiptavinum að fylgjast vel með veðurspám og kanna hvort veðuraðvaranir sem hafa áhrif á flug hafa verið birtar á vefsíðu Icelandair.
Við mælum með því að viðskiptavinir gefi sér nægan tíma til ferða sinna á flugvöllinn þar sem veðuraðstæður geta haft áhrif á samgöngur.
Við höfum öryggi viðskiptavina ávallt að leiðarljósi og þrátt fyrir að við gerum ekki ráð fyrir að veðrið hafi áhrif á flug að svo stöddu munum við meta aðstæður áfram og grípa til viðeigandi ráðstafana ef þörf þykir.
Tilkynningar sem varða ferðalagið þitt verða sendar í SMS skilaboðum til þess aðila sem tilgreindur er í bókuninni. Til þess að breyta tengiliðaupplýsingum bendum við á að fara í Umsjón með bókun á vefsíðu Icelandair.